Íslenskir þingmenn, ráðherrar, fjölmiðlamenn og fleiri á svörtum lista Rússa

frettinErlentLeave a Comment

Níu Íslend­ing­ar eru komnir á svart­an lista rúss­neskra stjórn­valda, og mega því ekki ferðast til Rússlands samkvæmt upplýsingum á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins. Ástæðan er þátttaka Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyinga í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.

Auk nýju Íslendinga, sem ekki er tekið fram hverjir eru, beinist ferðabannið að 16 Norðmönn­um, þrem­ur Græn­lend­ing­um og þrem­ur frá Færeyjum.  En fram kemur þó að um sé að ræða þing­menn, ráðherr­a og menn úr viðskipta­-og háskólalífinu auk fjölmiðlafólks sem hafi ýtt und­ir and-rúss­neska umræðu og stefnu sem bein­ist gegn Rússum.

Nýlega benti rússneska sendiráðið í Reykjavík Íslendingum á að ábyrgð fylgdi því að taka þátt í vopnaflutningum til Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð