Níu Íslendingar eru komnir á svartan lista rússneskra stjórnvalda, og mega því ekki ferðast til Rússlands samkvæmt upplýsingum á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins. Ástæðan er þátttaka Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyinga í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Auk nýju Íslendinga, sem ekki er tekið fram hverjir eru, beinist ferðabannið að 16 Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur frá Færeyjum. En fram kemur þó að um sé að ræða þingmenn, ráðherra og menn úr viðskipta-og háskólalífinu auk fjölmiðlafólks sem hafi ýtt undir and-rússneska umræðu og stefnu sem beinist gegn Rússum.
Nýlega benti rússneska sendiráðið í Reykjavík Íslendingum á að ábyrgð fylgdi því að taka þátt í vopnaflutningum til Úkraínu.