Þrír rafmynta-milljarðamæringar hafa látist á fjögurra vikna tímabili

frettinErlentLeave a Comment

Þrír rafmynta milljarðamæringar hafa látist á fjögurra vikna tímabili.

Rússneski milljarðamæringurinn Vyacheslav Taran, lést 25. nóvember sl. eftir að þyrla sem hann var á ferð í hrapaði nærri Mónakó eftir flugtaki í Sviss. Taran var 53 ára. Góð veðurskilyrði voru þegar slysið átti sér stað og annar farþegi er sagður hafa aflýst ferðinni á síðustu stundu. Taran var forseti Libertex Group og stofnandi fyrirtækisins Forex Club. Bæði flugstjórinn og Taran létust í slysinu.

Þa fannst Nikolai Mushegian, 29 ára, látinn í San Juan í Púertó Ríkó, 28. október sl., nokkrum dögum eftir að hann skrifaði á Twitter að hann óttaðist að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Ísrael, CIA og Mossad, myndu myrða sig. Mushegian var meðstofnandi rafmyntmarkaðsins MakerDAO og rafmyntarinnar Dai (DAI) stablecoin.

Hinn þrítugi Tiantian Kullander er þriðji rafmyntafrumkvöðullinn sem hefur látist óvænt undanfarnar vikur. Kullander, sem var 30 ára, lést í svefni 23. nóvember sl. Hann var meðstofnandi rafmyntafyrirtækisins Amber Group í Hong Kong.

Skildu eftir skilaboð