Á föstudag lýsti Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, því yfir að úkraínsk stjórnvöld hygðust banna stóran hluta af úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, þekktustu trúarstofnun þjóðarinnar, sem sögð er hafa tengsl við Moskvu.
„Það er nauðsynlegt að skapa aðstæður þar sem prestar sem eru með tengsl við árásarríkið [Rússland] munu ekki geta misnotað sér Úkraínumenn og veikt Úkraínu innan frá,“ sagði Zelensky.
Bann Zelenskys á þessari trúarstofnun þjóðarinnar kemur í kjölfar banns á fréttamiðlum og stjórnarandstæðingum sem voru gagnrýnir á ríkisstjórn hans.
Hér má heyra yfirlýsingu forsetans: