Framkvæmdastjóri hönnunar hjá Balenciaga er fulltrúi fjáröflunarvettvangs Zelensky

frettinErlentLeave a Comment

Framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Balenciaga, Demna Gvasalia, er fulltrúi fjáröflunarvettvangsins United 24.

Balenciaga er eitt stærsta fatamerki heims og í ár var Demna skipaður fulltrúi United 24 sem Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu stofnaði.

United 24 var hleypt af stokkunum 5. maí 2022 til að vera „helsti vettvangur fyrir söfnun góðgerðarframlaga til stuðnings Úkraínu,“ eins og segir á opinberri vefsíðu þeirra.

Hingað til hefur góðgerðarfélagið safnað tæpum 233 milljónum dollara. Demna Gvasalia, framkvæmdastjóri hönnunar hjá Balenciaga, sem sumir telja að standi á bak við nýlega og óhugnanlega auglýsingaherferð Balenciaga þar sem barnaníð og mannakjötsát er fegrað, var gerður að fulltrúa United24 aðeins tveimur mánuðum eftir að verkefnið var sett af stað. Zelensky forseti þakkaði Demna persónulega fyrir stuðning hans við Úkraínu á Balenciaga vetrarsýningunni´22 í mars sl. þegar Demna deildi persónulegri reynslu sinni sem flóttamaður.

„Þakka þér fyrir stuðninginn, hann er mjög vel þeginn. Það er afar mikilvægt að halda athygli heimsins á Úkraínu til að hjálpa til við að endurreisa landið okkar," sagði Zelensky. Á Balenciaga sýningunni voru fyrirsætur klæddar glæsilegum tískufatnaði í gervisnjókomu. En þetta snerist ekki um tísku, að sögn Demna. „Tískan skiptir ekki máli núna. Skilaboðin verða að vera ást og friður og tískan þarf að taka sterka afstöðu í þessu stríði,“ segir hann.

Demna, sem er flóttamaður frá Georgíu, deildi skoðunum sínum um að vera fulltrúi verkefnisins á Instagram sí júlí: „Mér er það mikill heiður að verða fulltrúi United24. Ég þekki mjög vel og finn sársaukann sem Úkraínumenn eru að gagna í gegnum. Ég hef verið að hugsa mikið um hvernig ég get hjálpað Úkraínu og öllu flóttafólkinu sem vill snúa aftur heim. Þess vegna ákvað ég að einbeita mér að mannúðarstefnunni „Ukraine Recovery“. Og sú sérstaka peysa sem við hönnuðum hjá Balenciaga stendur fyrir nokkurs konar skilaboð um stuðning við Úkraínu."

Viðbrögð fólks við þessum fréttum voru misjöfn:

„Þannig að gaurinn sem samþykkti BDSM barnamyndirnar var að hjálpa Úkraínu með sína heimilislausa? Eru börn þar á meðal?“

Heimild: EvieMagasine

Skildu eftir skilaboð