Keppandi á Ólympíuleikum fatlaðra sótti um hjólastólalyftu, fékk tilboð um líknardráp

frettinErlent1 Comment

Kanadískur, fyrrum hermaður er lamaðist á fótum eftir slys í herþjálfun sótti um aðstoð við að koma upp hjólastólalyftu heima hjá sér. Christine Gauthier, 52 ára, sem keppti á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó 2016 segist hafa undir höndum bréf þar sem sér hafi verið boðið tæki til líknardráps er hún sótti um aðstoðina. Í grein Independent segir að þrem öðrum fyrrum hermönnum hafi verið boðið hið sama.

Haft er eftir Trudeau að fyrrum hermenn eigi ekki að fá slíkt tilboð en hann er þó mjög áfram um að lögin um líknardráp nái yfir sem flesta. Líknardráp hefur verið löglegt í í Kanada frá 2016 fyrir þá sem eru dauðvona en skilmálarnir voru víkkaðir út á þessu ári og ná nú yfir fólk sem býr við hamlandi fötlun eða sárauka, jafnvel þótt líf þess sé ekki í hættu og á næsta ári eiga þeir er búa við óbærilegan andlegan sársauka einnig kost á að stytta líf sitt með þessum hætti. Vakið hefur athygli að kanadískt tískufyrirtæki, La Maison Simons, hefur unnið auglýsingu er sýnir líknardráp í jákvæðu ljósi. Auglýsingin sýnir Jennifer, sem lést með aðstoð stjórnvalda í október, hamingjusama við hafið í kveðjuhófi góðra vina.

Hér má sjá auglýsinguna:

Fréttamaður Daily Mail er ekki hrifinn af auglýsingunni og segir hana upphefja sjálfsvíg og vera dystópíska. Vitnað er í Yuan Yi Zhu við Oxford háskóla sem segir að sjúkir, fatlaðir Kanadabúar í sjálfsvígshættu þurfi á stuðningi að halda svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi, en ekki bara tilboði um líknardráp. Í Kanada voru skráð 10,064 líknardráp á árinu 2021 og hafði þeim fjölgað um 32% frá árinu á undan.

Í greininni segir frá hinum 54 ára Amir Farsoud frá Ontario sem hafði sótt um líknardráp sakir krónískra bakverkja og fyrirsjáanlegs heimilisleysis. Hann hafði fengið uppáskrift eins læknis, en lög gera ráð fyrir tveimur, er saga hans spurðist út. Eftir að söfnun fór í gang og 60,000 dollarar söfnuðust fyrir húsnæðiskostnaði handa honum þá ákvað hann að halda áfram að lifa.

Myndir úr grein Daily Mail:

One Comment on “Keppandi á Ólympíuleikum fatlaðra sótti um hjólastólalyftu, fékk tilboð um líknardráp”

Skildu eftir skilaboð