Háskólinn Western University er staðsettur í London, Ontario í Kanada. Skólinn innleiddi fyrst Covid bólusetningaskyldu fyrir nemendur sem bjuggu á háskólasvæðinu í maí 2021. Skyldan var síðan útvíkkuð til allra nemenda og starfsfólks skólans í ágúst 2021.
Western University innleiddi þar næst skyldu til að fara í örvunarsprautu fyrir núverandi haustönn. Háskólinn tilkynnti þetta aðeins tveimur vikum áður en kennsla hófst en þá höfðu nemendur þegar greitt skólagjöldin. Western University var eini háskólinn í Kanada sem var með bólusetningaskyldu fyrir allt háskólasvæðið, samkvæmt The Globe and Mail.
Hundruð nemenda í Western University mótmæltu þvingunum í lok ágúst og fimm nemendur skólans höfðuðu mál fyrir dómstól í Ontario í byrjun september, til að reyna að koma í veg fyrir skylduna.
Dómari vísaði málinu aftur á móti frá þann 24. september. Dómarinn úrskurðaði að Western University hefði „óskorað og víðtækt vald til að...gera það sem hann teldi vera háskólanum til heilla og í samræmi við almannahagsmuni.“ Dómarinn gekk meira að segja svo langt að telja það fullkomlega löglegt af háskólanum að safna og geyma sjúkraskrár nemenda.
Háskólinn ákvað síðan að lengja frestinn sem skólinn hafði gefið nemendum til að láta sprauta sig með örvunarskammti frá 1. október til 9. janúar 2023.
Nemandinn Spencer Harrison deyr skyndilega
Nemandi í háskólanum, Spencer Harrison var einungis 20 ára þegar hann lést skyndilega og óvænt þann 18. október sl. Hann var í stjórnunar- og skipulagsfræðinámi við skólann. Þá var hann einnig með fasteignasöluleyfi og var sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Elite Choice Reality.
Nemandinn og áhrifavaldurinn Megha Thakur deyr skyndilega
Hin 21 árs Megha Thakur var í tölvunafræðinámi við háskólann þegar hún lést skyndilega og óvænt þann 24. nóvember. Hún hafði búið á háskólasvæðinu skólaárið 2021-22, en flutt annað vegna vinnu fyrir þetta skólaár.
Thakur var áhrifavaldur með um 930.000 TikTok og 101.000 Instagram fylgjendur. Hún var þekkt sem „áhrifavaldur um jákvæða líkamstjáningu“. Vinsælasta TikTok myndbandið hennar var frá 10. maí 2021. Það heitir „How To Get Your Booty to Jiggle“.
Myndbandið fékk 10,5 milljónir í áhorf. Thakur var einnig módel í tískusýningu Canadian Asian International Students Association (CAISA). Síðustu TikTok og Instagram færslur hennar voru 18. nóvember – myndband af Thakur á gangi um New York borg. Hér má sjá TikTok síðu hennar.
Foreldrar hennar birtu skilaboð á Instagram þann 30. nóvember þar sem þau tilkynntu að Thakur hafi „látist skyndilega og óvænt“ þann 24. nóvember.
Skyndilega fallið frá bólusetningaskyldunni
Þann 29. nóvember, fimm dögum eftir lát Thakur, gerðist það óvænta að Western University tilkynnti skyndilega og óvænt að ákveðið hefði verið að falla frá þeim bólusetninga- og örvunarskammtsskyldum sem höfðu verið í gildi. Það hafi verið gert í samráði við heilbrigðisstarfsfólk háskólans og heilbrigðisyfirvöld á svæðinu eins og lesa má á Twitter síðu skólans.
Twitter notendur skrifuðu við færslu skólans og gáfu í skyn eða sögðu það berum orðum að háskólinn hefði fallið frá bólusetningaskyldunni vegna skyndilegs og óvænts andláts nemendanna tveggja og að háskólinn væri að reyna að firra sig ábyrgð. Western University gerði athugasemdir við færsluna óvirkar eftir að tæplega 1.500 nemendur og aðrir létu skoðanir sínar í ljós á stefnu skólans og afleiðingum hennar.
Það vekur athygli að háskólinn ákvað að fela færslur með ungu nemendunum sem dóu áður en bólusetningarskyldunni var aflétt.