Þrír fallnir í árásum á rússneska herflugvelli

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Þrír vélvirkjar rússneska hersins létu lífið og fjórir slösuðust þegar úkraínski herinn gerði drónaárásir á herflugvellina í Saratov og Ryazan í Rússlandi í gærmorgun, hafði RIA Novosti eftir tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins í gær.

„Að morgni 5. desember, gerði Kænugarðsstjórnin tilraun til árásar á mannlaus loftför frá Sovét-tímanum, á Diaghilevo-herflugvellinum í Ryazan og Engels-herflugvellinum í Saratov,“ á að hafa sagt í tilkynningunni.

Jafnframt er haft eftir ráðuneytinu að drónarnir hafi mætt varnarkerfi rússneska hersins, en brak úr þeim hafi valdið minniháttar skemmdum á ytra byrði tveggja herflugvéla.

Til viðbótar greinir The Kyiv Independent frá því að eldsneytisflutningabíll hafi sprungið á Diaghilevo flugvellinum, en einnig Rybar á Telegram:

Málið hefur vakið athygli vegna þess hve árásirnar urðu langt inni í landinu, eða 500 km og 700 km frá landamærunum, en BBC og SVT Nyheter greindu einnig frá málinu í gær.

Áður hafði einungis verið ráðist á Svartahafsflotann og skotmörk á Krímskaga. 

Andsvar með sprengjuárásum á hernaðarskotmörk

Rússneski herinn gerði meiriháttar sprengjuárásir á orkuinnviði og hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Úkraínu síðdegis í gær, sem andsvar við þessu, var haft eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu.

Rafmagnslaust varð víða í landinu og haft er eftir Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að fjórir hafi látist í árásunum.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð