Yfirlögfræðingur Twitter rekinn – fór yfir skjölin um Hunter Biden og bældi niður útgáfu þeirra

frettinSamfélagsmiðlar5 Comments

Elon Musk, eigandi Twitter, hefur rekið James A. Baker, aðallögfræðing Twitter, vegna meintrar þátttöku hans í að bæla niður útgáfu innanhúss skjala varðandi ritskoðun Twitter á Hunter Biden fartölvumálinu. Þetta kemur meðal annars fram í Daily Mail.

„Í ljósi hugsanlegrar þátttöku Baker í að bæla upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir almennar umræður, var hann rekinn frá Twitter í dag,“ skrifaði Musk í tísti á þriðjudag.“

Musk bætti við að útskýringar Bakers á atburðunum í kringum fartölvusöguna væru „ósannfærandi“.

Áður en Baker gekk til liðs við Twitter var hann aðallögfræðingur FBI undir stjórn James Comey og gegndi lykilhlutverki í umdeildri rannsókn skrifstofunnar á hugsanlegu samráði Rússa og kosningabaráttu Donalds Trump árið 2016.

Blaðamaðurinn Matt Taibbi, sem gaf út fyrstu lotuna af innri skrám um Hunter-söguna á föstudaginn, hélt því fram að Baker hefði verið rekinn að hluta til fyrir að „skoða og fara yfir fyrstu lotuna af  Twitter-skjölunum, án vitneskju stjórnenda Twitter.

Taibbi skrifaði að „ný stjórn“, þ.e.a.s. Musk, hafi ekki verið meðvitaður um hlutverk Baker við að fara yfir skjölin áður en þau voru gefin út.

Matt Taibbi hefur nú birt annan hluta Twitter-skjalanna og útskýrir töfina á birtingunni.

5 Comments on “Yfirlögfræðingur Twitter rekinn – fór yfir skjölin um Hunter Biden og bældi niður útgáfu þeirra”

 1. Það er enginn Elon Musk til, þetta er tölvugerð fígúra,
  aiuðþekkt á því að hún er allsstaðar á annaðhvort svörtum- eða bláum bakgrunni.

 2. Gott mál að Elon Musk skuli koma upp um þá yfirhylmingu sem gerðust varðandi Hunter Biden í aðdraganda forsetakosninganna árið 2020. Vinstri-sinnaðir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar stóðu þétt saman að hylma yfir með Joe Biden og glæpafjöldskyldu hans.

 3. Elon Musk var á Ted Talk og Partur af SNL show .. Er ekki neitt að útiloka þetta hjá þér Björn en finnst þetta smá langsótt. En er samt sem áður ekki að átta mig á hvað Elon er að gera í dag.. Maðurinn er partur af því sama kerfi sem gerði hann að einum af ríkasta manni í heimi .. hef kynnt mér fjölskylduna hans og hvað faðir hans gerði áður… en tölvugerð persóna… finnst það frekar ólíklegt miðað við hvað er á netinu af honum.tt

 4. Trausti, ég hef útskýrt það hér áður: Þangað til þessi fígúra sést á ALMANNAFÆRI, t.d. sem áhorfandi að íþróttakappleik, í leikhúsi, veitingahúsi eða sést á gönguferð með öðru þekktu fólki utanhúss, þar sem hver og einn getur tekið af „honum“ ljósmynd, (líkt og af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar við útförina nýlega) þá stend ég við þessa fullyrðingu mína.

  Allt sem gerst hefur í sambandi við þessa fígúru hingað til er auðvelt að falsa og „feika“, þar með talið viðtal í sjónvarpsþætti.

 5. Björn Jónsson: „Þangað til þessi fígúra sést á ALMANNAFÆRI“

  Myndir og myndskeið birtust af Elon Musk á almannafæri með Amber Heard, (van)sællar minningar.

Skildu eftir skilaboð