Eftir Helga Örn Viggósson kerfisfræðing:
Á mánudag hófst framhaldsfundur hjá WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni) um nýjan „faraldurssáttmála“ (Pandemic Treaty), þar sem markmiðið er að læða inn framhjá öllum lýðræðislegum ferlum, a.m.k. hefur engin umræða átt sér stað um þetta á Alþingi Íslendinga né í meginfjölmiðlum, alþjóðlegum sáttmála sem gerir WHO kleift með auðveldari hætti en áður að lýsa yfir faröldrum af ýmsu tagi og undir slíku yfirskini að gerast yfirþjóðlegt yfirvald. Fyrsti fundurinn um þetta var í maí sl. [1] þar sem ekki var komist að neinni niðurstöðu aðallega vegna sterkrar andstöðu Afríkuríkja.
Ef horft er til samþykktar frá G20 fundinum á Bali um daginn [2] er ljóst að liðið sem stjórnar heiminum ætlar með góðu eða illu að koma á alþjóðlegu "social credit" kerfi að kínverskri fyrirmynd, sem einmitt er eitt af aðalatriðinum í "Pandemic Treaty" WHO, ásamt öðrum alræðislegum atriðum eins og t.d. ritskoðun. Ljóst er að stafræni bólefnapassinn, er búinn að vera lengi í undirbúningi, bæði hjá Evrópusambandinu og WHO, sem gaf út skilgreiningaskjal um hvernig ætti að útfæra hann í fyrra, verkefni sem kostað var af Bill and Melinda Gates Foundation og Rockefeller Foundation. [3] Grunnur að kerfinu skv. þessum skilgreiningum, hefur þegar verið þróaður á kostnað íslenskra skattgreiðenda. [4] Hér er um að ræða mjög alvarlega árás á persónufrelsi og öll borgaraleg réttindi sem við teljum sjálfsögð í dag svo vægt sé tekið til orða.
Rétt er að það komi fram að hingað til hefur það reynst auðvelt fyrir WHO að lýsa yfir heimsfaraldri, því ef skilgreind skilyrði hafa ekki verið uppfyllt, hefur skilgreiningunum einfaldlega verið breytt, eins og gerðist 2009, þegar svínaflensu heimsfaraldrinum var lýst yfir, sem þáverandi forseti Heilbrigðisráðs Evrópusambandsins kallaði mesta hneyksli í sögu læknisfræðinnar. [5]
Einnig er rétt að minna lesendur á að WHO er allt önnur stofnun í dag heldur en sú sem stofnsett var 1948, sem grundvölluð var á háleitum hugsjónum um heilsuvernd jarðarbúa og fjármögnuð af skattgreiðendum aðildarríkjanna. Langt er síðan hún var algjörlega tekin yfir af hagsmunaaðilum og fær núna meirihluta fjármagns síns frá stóru lyfjafyrirtækjunum og einkaaðilum eins og Bill Gates, sem er sá stórtækasti.
Rannsóknablaðamaðurinn James Roguski, hefur fylgst vel með því sem er að gerast hjá WHO hvað varðar þennan nýja sáttmála, sem ég hvet fólk til að kynna sér vel. Hér er góð samantekt eftir hann yfir helstu atriði, hvað við getum gert sem einstaklingar og hlekkir í streymi af fundinum og gögn á vef WHO um málið:
Heimildir:
1. Pandemic Treaty fundur WHO í maí sl.
2. Why Vaccine Passports
3. Stafræn skilríki WHO
4. Origo aðstoðar WHO
5. Svínaflensusvindlið - safn heimilda
2 Comments on “Viljum við alræðisvald WHO?”
Óhugnanlegt, því við vitum hvað gerist næst – önnur manngerð farsótt og afnám mannréttinda. Valdaelítan mun hafa allt undir sinni stjórn.
Menn eins og höfundur þessarar greinar, Helgi Örn Viggósson eru eins og hvítir hrafnar; mjög sjaldgæfir.
Hann veit nákvæmlega hvað er í gangi. Ég hef lengi verið að reyna átta mig á því hvers vegna geta þjóðir eins og íslendingar, (sem eru ágætlega menntaðir og háskólamenntun er algeng) ekki fattað að það er opinber stefna í heiminum um að í besta falli að skerða til muna frelsi einstaklingsins og í versta falli að koma á nýtt vistarband?
Oft fattar fólk ekki hvað það átti, fyrr en eftir það hefur misst.