Dönsk heilbrigðisyfivöld afnema sértækar leiðbeiningar vegna COVID-19

frettinCOVID-19, Geir ÁgústssonLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar frá Kaupmannahöfn:

Dönsk heilbrigðisyfirvöld gáfu í dag út fréttatilkynningu þess efnis að þau gefi ekki lengur út sértækar leiðbeiningar vegna COVID-19. Sjúkdómurinn verður héðan í frá meðhöndlaður á sama hátt og flensa og önnur slík veikindi. Ekki er gerð krafa um einangrun og að sjúklingar á spítölum séu sérstaklega prófaðir fyrir COVID-19. 

Eingöngu er mælt með því að prófa gegn COVID-19 sé viðkomandi í sérstökum áhættuhópi, eða eins og segir í fréttatilkynningu:

Heilbrigðisyfirvöld mæla aðeins með því að prófa fyrir Covid-19 ef þú ert með einkenni, ert í áhættuhópi og prófið skiptir máli fyrir meðferð. Það getur verið í því tilviki að þú sért í áhættuhópi og með einkenni og gætir því notið góðs af snemmtækri meðferð við Covid-19.

Sömu leiðbeiningar munu gilda um COVID-19 og aðra öndunarfærasjúkdóma, t.d. í tilviki innlagna á gjörgæslu eða fæðingu.

Danir taka þessa ákvörðun byggða á þróun á fjölgun innlagna og veikinda í samfélaginu eftir því sem liðið hefur á haustið auk útbreidds ónæmis í samfélaginu.

Kaldhæðnislega gefur Alþjóðaheilbrigðisráðið (WHO) deginum áður út sérstakar leiðbeiningar til að forða einstaklingum frá „löngu COVID“ (Long COVID) þar sem mælt er með fleiri sprautum, handþvotti og grímunotkun.

Það má því segja að vísindin hafi endanlega klofnað í vísindi einstaka ríkja og vísindi alþjóðastofnana sem njóta fjárveitinga hluthafa í lyfjafyrirtækjum.

Skildu eftir skilaboð