Foreldrarnir sem vildu ekki „bólusett“ blóð fyrir barn sitt sviptir forræði tímabundið

frettinCovid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Nýsjálensku foreldrarnir sem neituðu blóðgjöf fyrir veikan fjögurra mánaða gamlan son sinn nema blóðið kæmi frá blóðgjafa sem ekki hefur fengið COVID-19 sprautuefni, hafa verið sviptir forræði yfir barninu tímabundið.

Hæstiréttur Nýja-Sjálands fyrirskipaði á miðvikudag að ungabarnið, sem er auðkennt í dómsskjölum sem Baby W, yrði sett í umsjá heilbrigðisyfirvalda þar til eftir að það hefur gengist undir bráðnauðsynlega hjartaaðgerð og jafnað sig.

Foreldrar drengsins eru áfram forráðamenn og hafa enn umsjón með ákvörðunum um drenginn þeirra sem tengjast ekki læknismeðferðinni, samkvæmt dómsúrskurði.

Lagadeilur foreldranna hafa vakið athygli aðgerðasinna gegn hinu svokallaða „bóluefni“ sem söfnuðust saman fyrir utan dómssalinn í vikunni þegar sönnunargögn voru lögð fram.

Hæstaréttardómarinn Ian Gault sagðist hafa tekið mark á yfirlýsingu heilbrigðissérfræðinga sem sögðu að milljónir blóðgjafa hafi verið gerðar um allan heim síðan COVID bóluefni voru kynnt til leiks og að það hafi ekki valdið neinum þekktum skaðlegum áhrifum.

Með því að vitna í sönnunargögn frá yfirlækni Nýja-Sjálands úrskurðaði dómarinn að „engar vísindalegar sannanir væru fyrir því að það væri einhver Covid-19 bólusetningartengd hætta af blóði gefið“ af bólusettum gjöfum.

Úrskurðurinn mun líklega skapa fordæmi og vera léttir fyrir heilbrigðisstofnanir sem safna og nota blóð frá blóðgjöfum.

Foreldrar Baby W hafa sagt að þeir væru með óbólusetta gjafa sem væru tilbúnir til að gefa blóð fyrir aðgerð litla drengsins, en heilbrigðisyfirvöld héldu því fram að slíkar beinar gjafir ættu aðeins að eiga sér stað í undantekningartilvikum, svo sem fyrir þiggjendur með mjög sjaldgæfa blóðflokka.

Hér má heyra viðtal við foreldra barnsins sem segja meðal annars að aðgerðin sé ekki bráðnauðsynleg, ástand barnsins sé stöðugt og vel megi bíða með að framkvæma aðgerðina.

New York Post og fleiri miðlar sögðu frá.

Skildu eftir skilaboð