Ástralski þingmaðurinn Gerard Rennick skrifaði í dag á Facebook síðu sína um stríðið í Úkraínu og ástandið í austurhluta Úkraínu, Donbas-svæðinu, síðustu dagana áður en Rússland hóf sína sérstöku hernaðaðaraðgerð í Úkraínu 24. febrúar sl.
Rennick segir: Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur verið eina alþjóðlega borgaralega eftirlitsstofnunin sem hefur verið leyft að safna upplýsingum frá báðum hliðum víglínunnar í borgarastyrjöldinni í Úkraínu fyrir innrás Rússa.
Þó ófullkomnar séu, eru þær áfram bestu fáanlegu upplýsingarnar.
Skýrslur þeirra sýna að skotárásir á Donbas-svæðið sem ekki var undir stjórn [úkraínska] ríkisins jókst verulega á níu dögum fyrir innrás Rússa.
Fjölmiðlar hafa af einhverjum undarlegum ástæðum ekki greint frá þessu.
Burtséð frá því hvernig þetta byrjaði, þá þurfa Sameinuðu þjóðirnar að taka sig saman og koma stríðsaðilum saman til að finna friðsamlega lausn. Það er kominn tími til að stríðinu ljúki.
Rennick tekur saman og birtir vopnahlésbrot og árásir úkraínsku ríkisstjórnarinnar frá 14. febrúar til 22. febrúar sl. samkvæmt upplýsingum OSCE.
14. febrúar: 174 vopnahlésbrot, 41 sprenging
15. febrúar: 153 vopnahlésbrot, 76 sprengingar
16. febrúar: 509 vopnahlésbrot, 316 sprengingar
17. febrúar: 870 vopnahlésbrot, 654 sprengingar
18. febrúar: 1.566 brot á vopnahléi, 1.413 sprengingar
19-20 febrúar: 3.231 brot á vopnahléi, 2.026 sprengingar
21. febrúar: 1.927 brot á vopnahléi, 1.481 sprenging
21. febrúar: Rússar viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk
22. febrúar: 1.710 vopnahlésbrot, 1.420 sprengingar
24. febrúar: Rússar hefja „sérstaka hernaðaraðgerð“
Hér er súlurit fyrir dagana 19.-20. febrúar:
Þá má hér að neðan sjá þessi vopnahlésbrot á landakorti þar sem víglínan er merkt með rauðu.
Það ætti ekki að koma á óvart að fólkið, mestmegnis Rússar, í þessum héruðum sem sat undir þessum árásum úkraínsku ríkisstjórnarinnar, og það allt frá árinu 2014, hafi kosið aðild að rússneska ríkjasambandinu í kosningunum í lok september.
3 Comments on “Hvað gerðist í Donbas dagana fyrir sérstöku hernaðaraðgerðina?”
Svo bregðast krosstré sem aðrir sótraftar:
Vladimir Pútin hefur gert sér þá grillu árum saman að í Angelu Merkel hafi hann átt vissan hauk í horni, að á milli þeirra hafi ríkt einskonar trúnaðarsamband og jafnvel gagnkvæmt traust, enda tala þau bæði tungumál hvors annars.
En í þessari viku kom í ljós að svo var aldeilis ekki.
Angela Merkel, í viðtali við þýska stórblaðið Die Zeit, 5.12.2022.
„Ég taldi að þegar bryddað var upp á því að Úkraína og Georgíu fengju aðild að NATO, eins og rætt var um árið 2008, þá væri það ekki rétta leiðin. Hvorugt landið hafði yfir þeim nauðsynlegu þáttum að ráða, sem þörf er á í því sambandi, auk þess sem augljóst var að þeir gerðu sér ekki almennilega grein fyrir því hvaða afleiðingar slík ákvörðun kynni að hafa í för með sér, bæði hvað varðar þær aðgerðir sem Rússland kynni þá að grípa til, gagnvart bæði Georgíu og Úkraínu og jafnvel gegn NATO líka og heldur ekki reglum þess sambands um að veita hvert öðru aðstoð. Þess vegna var tilgangurinn með Minsk samkomulaginu frá 2014 eins konar tilraun til þess að afla Úkraínu meiri tíma. Úkraína nýtti tímann vel til þess að styrkja sig, eins og glögglega má sjá þessa dagana. Úkraína, eins og hún var á árunum 2014/15 er allt annar handleggur heldur en Úkraína í dag. Gott dæmi um þetta er orustan um Debaltsevo. Í ársbyrjun 2015, hefði Pútin getað valtað yfir Úkraínumennina á því svæði hvenær sem honum sýndist, og ég efast stórlega um að NATO-löndin hefðu þá getað komið þeim jafn mikið til aðstoðar og þau gera nú.“
Viðbrögð Pútins Rússlandsforseta í dag, föstudaginn 9.12.22:
Hann sagðist vera afar „vonsvikinn“ vegna þessara ummæla Angelu Merkel um Minsk-samkomulagið, þar sem hún játar nú fúslega að hafi ekki legið þar neitt annað að baki heldur en klækir til þess að afla Úkraínu meiri tíma til þess að efla hernaðarmátt sinn.
„Eftir þessi ummæli Merkel, þá vitum við altént klárlega að ákvörðunin að hefja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu, var hárrétt“, sagði forsetinn.
“Raunar er það svo að enginn þeirra aðila sem undirrituðu Minsk-samkomulagið, ætluðu sér nokkurn tímann að standa við það” bætti hann við og minnti menn síðan á að Pjotr Poroshenkó, fyrrverandi Úkraínuforseti, hefði nýlega játað hreinskilnislega að það hefði aldrei flögrað að sér að standa við þá samninga þegar hann undirritaði þá árin 2014 og 2015.
Vinsamlegast veitið beinan hlekk á það sem þið haldið fram að hann hafi skrifað. Ég finn það ekki.
Bæði viðbrögð hans og upprunalegu yfirlýsingar hennar má finna hér:
https://de.rt.com/kurzclips/video/156883-putin-enttaeuscht-von-merkels-aeusserungen/