Sögulegum kosningum lokið, fólkið sagði JÁ

frettinErlent, Erna Ýr Öldudótir6 Comments

Erna Ýr skrifar frá Moskvu:

Kosningum lauk klukkan 16 að staðartíma þriðjudaginn 27. september sl. Í sjálfstjórnarríkjunum Donetsk Peoples Republic (DPR), Lugansk Peoples Republic (LPR), og héruðunum Kherson og Zaporozhye í Úkraínu, en blaðamaður var á staðnum og fylgdist með þegar kjörstað í Donetsk (höfuðborginni) var lokað.

Kosið var um það í sjálfsstjórnarríkjunum, hvort þau vildu verða aðili að Rússneska ríkjasambandinu (Russian Federation). Í héruðunum tveimur í Úkraínu var kosið um hvort þau vildu lýsa yfir sjálfstæði, aðskilja sig frá Úkraínu og að lokum, gerast aðili að Rússneska ríkjasambandinu.

Kosninganiðurstaðan er mjög afgerandi

Niðurstaðan eftir að allir seðlar (100%) höfðu verið taldir:

 

Kosningaþátttaka

Svar JÁ

Svar NEI

Auðir/Ógildir

DPR

97,51%

99,23%

0,62%

0,15%

LPR

92,6%

98,42%

1%

0,58%

Zaporozhye

85,4%

93,11%

No data

No data

Kherson

76,86%

87,05%

12,05%

0,9%

Kosningaþátttaka virðist hafa verið með allra besta móti miðað við þessar tölur, en þó mest á þeim svæðum sem þegar höfðu lýst yfir sjálfstæði. Mjög afgerandi meirihluti virðist vera fylgjandi því að verða hluti af Rússneska ríkjasambandinu, bæði í sjálfsstjórnarríkjunum og héruðunum tveimur í Úkraínu.

Blaðamaður kom á svæðið síðasta daginn og fylgdist með síðustu kjósendum mæta á kjörstað í samliggjandi bæjunum Makiivka og Donetsk og talningu á kjörsókn og atkvæðum.

Erna Ýr fyrir framan kjörstað í Makiivka

Langflestir höfðu flýtt sér að fara að kjósa fyrsta daginn að sögn kjörstjórnanna. Kjósendur sem blaðamaður ræddi við höfðu haft mestar áhyggjur af því að fá ekki að kjósa, en svo virðist sem fólk hafi lengi beðið eftir að fá að gera það.

Mikil öryggisgæsla var á og við kjörstaði. Ganga þurfti í gegnum vopnaleitarhlið til að komast inn á kjörstað, en mikil hætta var á sprengjuárásum og hryðjuverkum á meðan á þeim stóð.

Frelsi og lýðræði með miklum tilkostnaði

Mikil stemming virtist vera fyrir því að fá að ganga í Rússneska ríkjasambandið, en borgin bar þess skýr merki. Heimili, bílar og jafnvel strætóskýlin voru skreytt með rússneska fánanum eða tákni hinnar sérlegu hernaðaraðgerðar Rússlands á svæðinu, bókstafnum Z. Að öðru leyti var borgin tómleg, þrátt fyrir að vera höfuðborg DPR. Annarsvegar var hættulegt að vera á ferli, en einnig hafa margir flúið árásir úkraínska hersins, sem hefur komið sér kyrfilega fyrir, sl. átta ár, á víglínunni í námunda borgarinnar.

Ungir menn voru ekki sjáanlegir, en þeir liggja ýmist í kirkjugörðunum eða eru uppteknir á víglínunni, að sögn heimamanna. Þeir berjast, nú með stuðningi Rússlands, við úkraínska herinn sem er studdur af NATO. Til viðbótar virðast úkraínsk stjórnvöld hafa bætt í árásirnar eftir að kosningar hófust, en blaðamaður varð var við stanslausan sprengjugný nær og fjær, og gólfið nötraði eins og í jarðskjálfta þar sem fréttamannafundur var haldinn í Donetsk.

Rússneski fáninn sást víða á heimilum í Donetsk og bílar skörtuðu bókstafnum Z

Nú er kosningunum lokið með vægast sagt mjög afgerandi niðustöðu. Úkraínsk stjórnvöld og Vesturveldin ákváðu að hvorki kosningarnar né niðurstaða þeirra skyldi vera marktæk. Kosningaeftirlitsmenn víða að úr heiminum fylgdust grannt með en þeir óttast nú atvinnumissi (þ. Berufsverbot) og það að verða settir á bannlista af Evrópusambandinu.

Strætóskýli í Donetsk málað í rússnesku fánalitunum

Faðir og sonur setja sitt atkvæði í kjörkassann

6 Comments on “Sögulegum kosningum lokið, fólkið sagði JÁ”

  1. Hahahaha hahaha 🤣🤣
    Hvað það er búið að grilla heilan a þessu fólki sem les þessa síðu hahaha

  2. Hversu mikið er að marka kosningar sem eru haldar í skugga stríðs? En það má samt ekki trúa öllum áróðri Vesturlanda gagnvart Rússlandi eins og sumir gera.

  3. Hversu mikið fenguð þið greitt fyrir þetta frá rússneskum stjórnvöldum

  4. Þetta er í rauninni þriðja heimsstyrjöldin sem hefur verið lengi í gangi. Rússland og Co. að berjast við fjármála elítuna á vestur löndum sem stjórnar öllu í gegn um peninga og samráð.

Skildu eftir skilaboð