Fyrirtækið EctoLife Artificial Womb Facility sér fyrir sér nýja en jafnframt umdeilda leið til að „ganga með barn.“ Barnið mun vaxa við „kjöraðstæður“, en í algjörlega ómanneskjulegu umhverfi; gagnsæjum vaxtarbelgjum sem er raðað niður í hundraða tali í nokkurs konar ungbarnaverksmiðju.
Svo það sé ljóst þá er þetta enn bara hugmynd á þessu stigi; „hugarfóstur“ kvikmyndagerðarmannsins og vísindamiðlarans“ Hashem Al-Ghaili, sem er búsettur í Berlín. Það eru engin áform um að byggja EctoLife aðstöðu alveg strax, þetta er aðeins vísindaskáldskapur sem Al-Ghaili hefur ímyndað sér út frá núverandi stöðu frjóvgunar rannsókna.
Hugsunin er að koma af stað umræðu og færa rök fyrir nýrri tegund af foreldrahlutverki, sem Al-Ghaili telur að verði mögulegt innan nokkurra ára og útbreitt innan einhverra áratuga. Með þessari nýju tækni má fikta að vild við erfðirnar og velja kyn fósturs.
Rök Al-Ghaili eru eitthvað á þessa leið: „meðganga er ekki skemmtileg, hún getur verið þreytandi, sársaukafull, valdið ógleði, verið truflandi, óþægileg og stundum beinlínis hættuleg fyrir móður, og er því að mörgu leyti óhagkvæm fyrir barnið. Ef kona er ólétt og reykir, djammar, er of stressuð, fær ákveðna sjúkdóma, eða spilar ekki nóg af Mozart í nálægð við sína stækkandi bumbu, er ekki víst að hún geti veitt barni sínu besta upphafið sem mögulegt er að fá.“
Al-Ghaili segir vísindin ekki langt undan frá því að geta líkt eftir kjöraðstæðum meðgöngu í hitastýrðum, sýkingarlausum „móðurkviði“ með útsýni. Gervi naflastrengur sér um að flytja súrefni og næringu til barnsins sem flýtur í gervi legvatni sem stöðugt endurnýjast af sértækum hormónum, mótefnum og öðru nauðsynlegu. Úrgangsefni frá barninu er hægt að fjarlægja, og þau keyrð í gegnum ræktunartank og breytt aftur í ferska næringu fyrir barnið.
Litlir hátalarar verða settir upp og tryggja að barnið fái bestu mögulegu næringu fyrir heilann. Við erum að tala um alla klassísku tónlistina sem til er (sem getur verið meira en foreldrarnir þola), ásamt rödd móðurinnar (eða foreldra) sem mun strax í stað byrja að mynda þau ómetanlegu tengsl.
Stöðugt verður fylgst með lífsmörkum barnsins – jafnt sem líkamlegum göllum og erfðagöllum. Rauntímagögn um litla krílið þitt munu verða aðgengileg með snjallforriti, ásamt fósturmyndavél og möguleikanum á að fletta í gegnum myndbönd af mismunandi þroskastigum barnsins; frá fósturvísi til níu mánaða.
Til að byrja með er hugsunin sú, segir Al-Ghailim, að þetta muni aðeins standa foreldrum til boða sem ekki geta eignast börn með hefðbundnum hætti. En með tímanum og reynslunni þegar tæknin hefur sannað sig er ætlunin að þetta verði valkostur fyrir alla verðandi foreldra.
Hér má sjá meðgönguverksmiðjuna umræddu:
4 Comments on “„Móðurlíf“ með útsýni – börn ræktuð í hundraða tali í ungbarnaverksmiðjum”
Blá bla. Tækni mafían er dauðadæmd. Hún mun svelta í hel
Það kæmi mér ekki á óvart að þetta fyrirtæki sé að auglýsa sig sem fjárfestinga kost. Þannig fá þeir fullt af peningum frá fjárfestum, og selja svo börn frá Úkraínu og víðar. Þessar myndir frá fyrirtækinu eru alla vega mjög gerfilegar.
Ekki eins langt undan og sumar vilja trúa. En ekki verður gaman að heyra í þeim gólið
þegar karlar fara að eignast börn án aðkomu kvenna.
Fyrir alla?
Nei, svo fjáðir eru jarðarbúar ekki. Þetta mun kosta. Svo mikið að þetta verður líklegast bara notað til þess að búa til genabreyttar kattastelpur fyrir einhverja Epstein fugla.
Bara enn ein óyfirstíganlega dýr Sci-Fi hugmynd: https://www.barnesandnoble.com/w/mobile-flesh-sculptures-asi-hart/1139629029