Rósa Líf Darradóttir, læknir og varaformaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segir að illa sé farið með svín, þeim sé haldið innandyra og fái ekki að fara út. Dýrin hafa þar með ekki möguleika á að stunda sitt eðlilega atferli. Halarnir eru klipptir af grísunum, sem er mjög sársaukafull aðgerð, án þess að þau séu deyfð. Ástæðan er sú að að við ömurlegar aðstæður byrja grísir oft að naga halana á hver öðrum og hafa svínabændur almennt brugðist við þessu með því að klippa halann af dýrunum sjálfir. Það er bannað samkvæmt íslenskum dýravelferðarlögum og því um að ræða lögbrot.
SDÍ hvetur til þess til að landsmenn sleppi hamborgarhryggnum um jólin í mótmælaskyni við illa meðferð svínanna. Samtökin standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Áætlunin er að nota desembermánuð í að vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól, segir á heimasíðu félagsins. Herferðin gengur undir nafninu „Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól?“
Talað var við Rósu Líf í sjónvarpsfréttum RÚV þar sem hún útskýrir ástæðu herferðarinnar.
Á heimasíðu félagsins má finna alls konar fróðleik um svín og verksmiðjubúskap.
3 Comments on “Ekki borða svín á jólunum í mótmælaskyni við illa meðferð þeirra”
Ég borða ekki svín af því að þau eru óholl. Ekki af því að Bill Gates of hell eða einhverjir af hans sauðahúsi fjármagna einhver fávita samtök.
Èg var svo heppinn að fósturfaðir minn var uppalinn í sveit og neitaði þar af leiðandi að borða svín. Það er kannski þess vegna að ég hef verið svo heilsuhraustur.
Thank you very much for sharing, I learned a lot from your article. Very cool. Thanks. nimabi