Listakona í Noregi á yfir höfði sér kæru og mögulega þriggja ára fangelsi fyrir að halda því fram að karlmenn geti ekki verið lesbíur. Tonje Gjevjon, lesbísk listakona, fékk tilkynningu frá lögreglu þann 17. nóvember sl. um að verið væri að rannsaka hana fyrir hatursorðræðu í tengslum við Facebook-færslu sem hún skrifaði.
Í færslunni skrifar Gjevjon gegn karlmönnum sem skilgreina sig trans og kalla sig „lesbíur“ og fordæmdi transaðgerðasinna sem reyna að fangelsa konur sem eru ósammála kynjahugmyndafræðinni. „Það er jafn ómögulegt fyrir karlmenn að verða lesbíur og það er fyrir karlmenn að verða óléttir,“ skrifaði Gjevjon, „Karlmenn eru karlmenn óháð kynferðislegu blæti þeirra“.
Hún vísaði til Christine Jentoft (fæddur karlmaður), þekkts norsks transaktívista sem segist vera lesbísk móðir og tók við starfi sem talsmaður stærstu transaðgerðasamtaka landsins, Foreningen FRI.
Jentoft hefur verið miðpunktur í átökum milli femínískra baráttumanna og norskra laga um hatursorðræðu, sem breytt var árið 2020. Breytingarnar, sem komu til framkvæmda á síðasta ári, fólu í sér flokkinn „kynvitund eða kyntjáning,“ nokkuð sem kvenréttindasinnar í landinu vöruðu við myndi kæfa málfrelsi, sérstaklega þegar kemur að raunveruleika hins líffræðileg kyns.
Gjevjon sagðist viljandi hafa skrifað Facebook færslu sína til að vekja athygli á lögum Noregs um hatursorðræðu. Lögunum var breytt árið 2020 þegar þing landsins samþykkti að gera hatursorðræðu gegn transfólki ólöglega. Gjevjon er heldur ekki sú fyrsta sem á yfir höfði sér ákæru fyrir að halda því fram að karlmenn geti ekki verið mæður eða lesbíur. Christina Ellingsen, fulltrúi samtakanna Women's Declaration International (WDI) í Noregi hafði einnig áður lýst því yfir að karlar gætu hvorki verið lesbíur né mæður.
Gjevjon spurði Anette Trettebergstuen, þingmann Verkamannaflokksins, á síðasta ári hvað hún legði til til þess að vernda réttindi kvenna og stúlkna. Hún spurði líka hvort krakkar gætu verið lesbíur. „Ég tel að það sé algjörlega nauðsynlegt að hafa líffræðilegt kyn sem grundvöll í öllu samhengi þar sem kynið hefur lagalega, menningarlega eða hagnýta þýðingu og að leggja að jöfnu kyn og kynvitund hafi skaðlegar, fordómafullar afleiðingar fyrir konur og stúlkur – sérstaklega lesbíur,“ sagði Gjevjon í fyrirspurn sinni.
Hún bætti við: „mun jafnréttisráðherra grípa til aðgerða til að tryggja að mannréttindi lesbískra kvenna séu gætt, með því að gera það ljóst að það eru engar lesbíur með getnaðarlim, að karlmenn geti ekki verið lesbíur óháð kynvitund þeirra og með því að snyrta til hin skaðlegu kynjastefnu sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir sig?
Trettebergstuen er ekki sammála hugmyndinni að líffræðin ein ákvarði kyn. Það er ekki hægt að líta framhjá kynvitund.
Fregnir herma að verið séð að þvinga Gjevjon út úr listaheiminum vegna skoðanna sinna, þrátt fyrir að hún hafi verið áberandi í tónlistar- og listastéttinni í tæp 15 ár.
2 Comments on “Norsk kona á yfir höfði sér kæru fyrir að segja karlmenn ekki geta verið lesbíur”
Eins og Lenín sagði “besta leiðin til að stjórna andstæðingum okkar er að leiða þá sjálfir”. Ég held að það sé akkúrat það sem er að gerast hérna. Ég held að þetta leikrit snúist um að hræða fólk, svo að það þori ekki að gagnrýna allt þetta kjaftæði. Mér finnst þessi Tonje Gevjon ansi karlmannleg og leifi mér að velta því fyrir mér af hvaða kyni hún er.
Fólk verður að taka þessi mál alvarlega, því að það eru fordæmi fyrir því að það sé byrjað að taka börn af foreldrum til að breyta kyni þeirra ef að barnið vill það. Það verða ófá börnin sem eiga eftir að fara fram á kynskipti eftir allan heilaþvottinn.
Ég vil benda á það að ég hef hlustað á karlmenn sem hafa farið í gegnum kynskipti og bera þess aldrei bætur. Það ætti ekki að koma þeim á óvart sem lesa þennan miðil, að meginstraums miðlar hafa ekki nokkurn áhuga á að hlusta á þá einstaklinga.