Svíar hafa ákveðið að fara sínar eigin leiðir og tekið upp nýja nálgun varðandi það hvernig börnum með kynama sé hjálpað. Þetta kemur fram í sænska læknatímaritinu Läkartidningen:
Engar óafturkræfar lyfjagjafir eða skurðlækningar verða á boðstólnum fyrir börn undir 18 ára aldri.
„Þetta er kærkomin gjöf á aðventunni fyrir litla hjartað í mér – miðaldra samkynhneigða karlmanninum sem er ennþá samt í góðu sambandi við unglingstrákinn sem ég var einu sinni. Það er ennþá von. Núna geta sænskir foreldrar andað aðeins léttar, aðeins lengur.” segir Eldur Deville, talsmaður Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka samkynhneigðra, við blaðamann í dag.
,„Heilbrigðisyfirvöld Svíþjóðar hafa kastað viðmiðunarreglum WPATH (World Professional Association for Transgender Health) í ruslatunnuna, nákvæmlega þar sem þær eiga heima.” bætir Eldur við.
Í október sl. skrifaði Eldur ítarlega og nokkuð harðorða grein um nýútgefnar leiðbeiningar WPATH.
Ástæða Svía fyrir því að falla frá notkun leiðbeininganna er vegna þess óhugs sem þær vöktu.
Ekki var aðeins fallið frá aldursviðmiðum, heldur einnig vegna þess að samtökin hafa tekið upp á því að flokka svokallaðar „geldingar” (e. eunuchs) sem kynvitund. Vernd barna hefur verið kastað fyrir róða, og hugmyndafræðin sett ofar öllu.
Leiðbeiningar WPATH eru notaðar óspart af transaðgerðarsinnum hérlendis til þess að fá kröfum sínum í heilbrigðiskerfinu framgengt.
One Comment on “Svíar slíta samstarfi við translækningasamtökin (WPATH)”
Gott mál hjá samkynhneigðum á Íslandi að segja skilið við transana í Samtökunum 78 og stofna sín eigin samtök.