Ný „Twitter skjöl“ sem birt voru á föstudaginn sýna að alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) var í nánu sambandi við starfsmenn Twitter til að ritskoða efni.
Blaðamaðurinn Matt Taibbi sem hefur séð um að birta skjölin sagði að á tímabilinu janúar 2020 til nóvember 2022 hefði Yoel Roth, þáverandi yfirmaður hjá Twitter, skipst á meira en 150 tölvupóstum við FBI.
„Það eru ótrúlega margar beiðnir frá FBI um að Twitter skuli grípi til aðgerða vegna „rangra upplýsinga um kosningar“, jafnvel vegna brandara á Twitter reikningum sem eru með fáa fylgjendur,“ sagði Taibbi.
„Innan FBI var stofnuð sérsveit eftir forsetakosningarnar 2016 til að fylgjast með samfélagsmiðlum, sveitin er þekkt undir nafninu FTIF (FBI’s social media-focused task force). Deildin blés út og var með um 80 starfsmenn í vinnu til að bera kennsl á meint erlend afskipti af kosningunum árið 2020 og hvers kyns kosningasvindl.
Taibbi benti á að nýjustu skjölin sýni að FBI og DHS (Deparment of Homeland Security) hafi reglulega sent efni til Twitter með beiðni um að loka Twitter reikningum eða annars konar breytingar.
Taibbi birti dæmi um þess konar beiðnir sem sjá má hér neðar, og hér má finna umfjöllun Tabbi um málið á Twitter. Fleiri dæmi og samantekt má lesa á miðlinum DailyWire.
One Comment on “Skjöl sýna að FBI hafði regluleg afskipti af Twitter”
Þetta eru gamlar fréttir fyrir okkur “samsæriskenninga fólk”. Ríkið= Vatíkanið var með presta til að njósna um fólk, núna sėr tæknin um það.