Argentínumenn urðu rétt í þessu heimsmeistarar í knattspyrnu á heimsmeistarmótinu í Lusail í Katar. Er þetta í þriðja sinn sem Argentína er heimsmeistari. Argentína sigraði Frakkland eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í æsispennandi úrslitaleik í.
Argentína og Frakkland hafa bæði orðið heimsmeistarar tvisvar, Argentína 1978 og 1986 en Frakkland 1998 og 2018.
Lionel Messi var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar eins og árið 2014. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu HM til að verða valinn leikmaður HM tvisvar.
Kylian Mbappé fékk gullskóinn en hann var markahæstur með átta mörk, einu marki meira en Messi.
Emiliano Martinez var valinn besti markvörðurinn, en hann er markvörður Argentínu og besti ungi leikmaðurinn var valinn Enzo Fernandez, leikmaður Argentínu.
Eiginkona Messi setti þessar myndir á facebook af fjölskyldunni: