Áhyggjur af AstraZeneca Covid bóluefninu voru „ofmetnar af fjölmiðlum,“ sagði forstjóri AstraZeneca.
Sir Pascal Soriot talaði við fjölmiðla eftir að hann var sæmdur riddaratign af Karli Bretakonungi í Windsor-kastala í síðustu viku. Sir Pascal sagði í samtali við PA-fréttastofuna: „Þetta er mjög þýðingarmikið og merkir að konungurinn og Bretland hafa viðurkennt að ég persónulega, og einnig teymi mitt hjá AstraZeneca höfum haft gríðarleg áhrif á vísindin í Bretlandi og auðvitað á Covid-faraldurinn.
„Þetta hefur verið bæði krefjandi en líka mjög gefandi verkefni.“ Hann sagði að fyrirtækið hafi framleitt þrjá milljarða skammta á heimsvísu.
Spurður um áhyggjur af sjaldgæfum blóðtappa sem tengt hefur verið við Covid bóluefnið sagði hann: „Það er ekkert lyf eða bóluefni án vandamála.
„Þessar áhyggjur voru því miður ofmetnar af fjölmiðlum. Þetta er afar sjaldgæft, afar sjaldgæft, sagði Sir Pascal.“
„Síðan þá hafa nýjar áhyggjur komið fram varðandi önnur bóluefni - hjartabólgur o.s.frv.
„Öll þessi vandamál eru afar sjaldgæf en auðvitað þegar milljarðar manna er bólusettir koma allt upp einhver vandamál,“ sagði forstjóri AstraZeneca.
Sir Pascal varaði einnig við því að „Covid væri komið til að vera,“ en sagði að fólk ætti líka að hafa áhyggjur af flensu og öðrum vírusum.
Hann upplýsti einnig að hann hafi rætt loftslagsbreytingar við konunginn þegar hann var sleginn til riddara.
„Ég er að vinna með konunginum í SMI (Sustainable Markets Initiative) um loftslagsbreytingar og kolefnisminnkun, svo í dag ræddi ég við hann um skuldbindingu okkar um að gróðursetja milljónir trjáa í Rúanda og einnig Úganda.
Meðal þeirra sem einnig voru heiðraðir í vígsluathöfn Bretakonungs voru kynnirinn Matt Baker, leikarinn Damian Lewis, Coronation Street stjarnan William Roache og kvikmyndaleikstjórinn Sir John Boorma.
Þetta er í annað sinn sem forstjóri AstraZeneca er sæmdur riddaratign, í fyrra skiptið var hann heiðraður af Elísabetu Bretlandsdrottningu sl. sumar, einnig í þágu vísindanna.
2 Comments on “Forstjóri AstraZeneca sæmdur riddaratign Bretakonungs í þágu vísindanna”
Þrjú dæmi um marklausa tign:
1. Riddaratign Bretakonungs: Drápslyf AS verðlaunað.
2. Friðarverðlaun Nóbels: B. Obama sem kastaði sprengjum hvern einasta dag valdatíma síns, eitthvað sem engum öðrum forseta USA hefur tekist að gera 2 kjörtímabil í röð. Startaði tveimur stórstríðum, í Sýrlandi og Líbíu, sem síðan kallaði núverandi flóttamannakrísu yfir Evrópu. Hóf undirbúning ófriðar við Rússa með valdaráni í Kíev 2014. Stóð fyrir drónaárásum í Miðausturlöndum sem drápu 90% almenna borgara. Útvegaði vopn til Saudi Araba í þjóðarmorði í Yemen. Eingöngu fyrir Syrlandsstríðið hefur þessi Nóbels-engill dauðans hálfa milljón mannslífa á samviskunni, ef hann hefði hana til. Öllu hinu hef ég ekki tölu yfir.
Íslenska Fálkaorðan: Veitt þríeyki sem stýrði sóttvarnaraðgerðum þvert á raunveruleg vísindi og réttlætti frelsissviptingar og samfélaglömun til að koma í veg fyrir dauða 150 manns, að sögn höfuðpaurs þríeykisins í upphafi hræðsluáróðursins. Ráðleggingar þessa Fálkaorðuteymis er að skila sér á þessu ári 2022, umframdauðsföllum sem telja minnst tvöfalt ef ekki þrefalt þeirra sem sem til stóð að bjarga með aðgerðum þessara svokölluðu sérfræðinga. Það er því ljóst að hver sá sem vísvitandi er valdur að stórslysi á skilið tilnefningu til hinnar íslensku Fálkaorðu.
Glæsileg færsla Bjarki, sú öflugasta sem ég hef séð hingað til á þessum miðli.