Eftirfarandi grein er skrifuð af Chris Morrison og birtist í vefritinu The Daily Sceptic, 15. desember sl.
Sumarhafís á norðurskautssvæðinu hætti að minnka fyrir áratug, en grænir aðgerðarsinnar hafa engu til sparað við að halda áfram að viðhalda hræðslunni um að allur ís muni hverfa af mannavöldum innan nokkurra ára.
Í nýlegum BBC þætti Frozen Planet II hélt Sir David Attenborough því fram að ísinn gæti allur verið horfinn fyrir árið 2035.
Í frábærri rannsóknarskýrslu sem ber titilinn Lies, Damned Lies and Arctic Graphs, lyfti loftslagsrithöfundurinn Tony Heller nýlega lokinu af mörgum þeim aðferðum sem notaðar eru til að halda hræðslunni á lofti. „Þeir grafa öll eldri gögn og láta eins og þeir taki ekki eftir því að hafís sé að aukast aftur. Það sem þeir eru að gera eru ekki vísindi heldur áróður,“ segir hann.
The Daily Skeptic hefur skrifað fjölda greina upp á síðkastið og bent á að útbreiðsla sumarhafíss á norðurslóðum sé að aukast. Nýlega var greint frá því að á Grænlandi gæti ísbreiðan hafa aukist á árinu og fram í ágúst 2022. Undantekningalaust svara fréttaskýrendur á samfélagsmiðlum með því að birta grafið yfir hafís hér að neðan, tekið saman af US National Snow and Ice Data Center (NSIDC).
Þetta (sjá mynd ofar) er tekið úr YouTube verkum Hellers, sem vísað var í hér að framan, og sýnir línulega lækkun í september (lægsti punktur árshafíss) frá 1979. „Það er eitthvað athugavert við þetta línurit,“ segir Heller, „þar sem lágmarkið er í raun hærra núna en fyrir 10 og 15 árum síðan, en beina svarta línan platar augað til að líta fram hjá þessu. Heller setur upp gögnin sem sem hlaupandi meðaltal til að sýna raunverulega þróun á skýrari hátt.“
Við sjáum hér fyrir endann á minkunn sumarhafíssins og það ferli hófst fyrir áratug. Lágmarkið sem fjarstæðustu spár um norðurpólsganginn byggja á er frá árinu 2012. Heller bendir á að breytingar á hafís séu sveiflukenndar, ekki línulegar. Og hann hefur rétt fyrir sér. Að draga beina línu niður frá 1979 hápunkti til lægri punkts segir okkur ekkert um núverandi þróun.
Heller heldur áfram að spyrja hvers vegna línuritin byrji á árinu 1979. NSIDC og NASA segja að það sé vegna þess að gervihnattaupptökur hófust árið 1979. Heller segir að þetta sé góð saga „fyrir utan þá staðreynd að hún er ekki sönn“. Hann heldur áfram að vitna í fyrstu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá árinu 1990 sem sagði: „Gervihnattamælingar hafa verið notaðar til að kortleggja útbreiðslu hafíss reglulega síðan snemma á áttunda áratugnum. American Navy Joint Ice Center hefur gert vikuleg sjókort sem hafa verið gerð stafræn af NOAA [veðurþjónustu Bandaríkjanna]“.
Það gæti ekki komið á óvart að vita að útbreiðsla hafíss var minni á áttunda áratugnum en náði hámarki árið 1979. Með því að byrja línuritið árið 1979 er verið að „falsa“ línulega niðurleið. Það sem þeir eru að gera er að fela mikilvæg gögn, segir Heller.
Þessi „földu“ gögn eru greinilega sýnd hér að ofan á línuriti frá fyrstu skýrslu IPCC árið 1990. Lægra ísstig á áttunda áratugnum eru teiknað og hámarkið er 1979. En árið 2001 hafði IPCC fjarlægt mikið af aukningunni á þeim áratug og nú sýnir taflan að ísinn hafi í raun byrjað að minnka frá árinu 1975. Heller gefur einnig vísbendingar um að sjötti áratugur síðust aldar, sem ekki er sýndur á þessum kortum, hafi verið með lægri hafís en á áttundi áratugurinn, sem þýðir að áttundi áratugurinn hafi verið nýlegur toppur. Hann heldur áfram að benda á að í skýrslu IPCC frá 2001 var einnig birt hitagrafið „hokkíkylfa“ sem varð alræmt fyrir að fjarlægja hlýindaskeið miðalda.
Hafís á norðurslóðum, eins og flest ef ekki öll loftslagsþróun, er sveiflukenndur, ekki línulegur. Heller bendir á áhrifin frá Atlantshafssveiflunni, hringlaga hafstraumi þar sem hlýnun og kólnun virðist hafa áhrif á að stjórna hitastigi norðurskautsins. Skrár og athuganir sem ná aftur til fyrri hluta 1800 sýna töluverðar breytingar á útbreiðslu íssins. Attenborough er ekki einn um að spá fyrir um siglingar á norðurpólnum. Þetta hefur verið margnotuð hræðslusaga í áratugi. Heller bendir á athugasemd í New York Times frá 1958 sem hljóðaði: „Sumir vísindamenn áætla að heimskautaísinn hafi þynnst um 40% að meðaltali og sé 12% minni að flatarmáli en hann var fyrir hálfri öld síðan, og jafnvel á ævi barnanna okkar, getur það gerst að heimskautshafið opnist, sem gerir skipum kleift að sigla yfir norðurpólinn.“
Á sama tíma sýna nýjustu uppfærslur á norðurskautshafísnum og Grænlandsjökli áframhaldandi batnandi tilhneigingu í átt að meiri útbreiðslu. Þar sem þessi þróun kemur almennt ekki fram í fyrirsögnum meginstraumsfjölmiðla getur Daily Skeptic greint frá því að hafísinn í nóvember hafi verið 1,05 milljónum ferkílómetra meiri en lágmarksmetið árið 2016, sem var 8,66m ferkílómetrar.
Yfirborðsmassi Grænlandsjökulsins (hér að ofan), mældur af dönsku veðurstofunni, hefur sýnt nokkrar framfarir síðustu tvo mánuði, með bláu línunni 2022-23, sem er umfram öllum fyrri mælingum sem sýndar eru.
Rannsóknarvinna Tony Heller er mikilvæg til að draga til ábyrgðar „viðurkenndu“ loftslagsvísindagrúbbuna sem rekur póstmóderníska gervivísindaherferð sem ætlað er að innleiða pólitískt tilbúna Net Zero dagskrá. Kannski gætu staðreyndatékkarar almennra fjölmiðla farið að haga sér minna eins og pólitískir kjölturakkar og byrjað að rannsaka hluta af hlutdrægu gögnunum sem varpa sprengjum á hina vandlega stjórnuðu þjóðmálaumræðu - og byrja á loftslagslíkanaspám sem eru aldrei réttar, eiginleikarannsóknir sem búa til sögur um manneskjur sem valda slæmu veðri og mannbreyttum gagnagrunnum um yfirborðshita sem stöðugt stilla „met“ tölur sínar hærra.
Ísbjörnum hefur fjölgað gríðaðarlega - því ekki notaðir í áróðri lengur
Ekki er langt síðan Fréttin sagði frá því að ísbjörnum hefur stórfjölgað frá því á sjöunda áratug síðustu aldar þegar þeir voru taldir vera um 5-10 þúsund, en í dag um 26 þúsund.
Á sínum tíma notuðu „umhverfissinnar“ mikið ísbirni til að draga fram hætturnar af loftslagsbeytingum og komu jafnvel fram í ógnvekjandi kvikmynd Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, An Inconvenient Truth.
Í dag passa umhverfissinnarnir sig á því að nota ekki ísbirnina lengur. Það væri óskandi að þeir áttuðu sig á því líka að náttúran hefur sinn gang.