Icelandair vél á leið til Denver snúið við

frettinInnlendar2 Comments

Tækni­bil­un kom upp í flugi Icelanda­ir til Den­ver í kvöld. Flug­vél­inni var snúið við og hef­ur henni verið lent aft­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi.

Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafullrúi Icelandair í samtali við fréttastofu mbl sem greindi fyrst frá.

„Tæknibilun kom upp fljótlega eftir flugtak. Samkvæmt verklagi var vélinni snúið við og til brottfararstaðar. Í kjölfarið var flugið fellt niður vegna afgreiðslutíma í Denver,“ segir Ásdís og bætir við að ekki hafi verið hægt að skipuleggja flug síðar í kvöld.

„Þetta eru 158 farþegar sem við verðum að útvega hótelgistingu. Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Ásdís Ýr.

Eins og fram kom í fréttum, þá hefur mikillar óánægju gætt á meðal farþega vegna framkomu flugfélagsins gagnvart farþegum. Mörg hundruð manns urðu strandaglópar á vellinum í nístingskulda og fékk fólkið litla sem enga aðstoð og erfiðlega gekk að ná í félagið, sem svaraði hvorki skilaboðum né símtölum. Flugfélagið útvegaði jafnframt ekki gistingu og mat fyrir fólkið nema í örfáum tilfellum, en þar á meðal voru einnig börn sem að urðu að reyna sofa á hörðum stálbekkjum á flugvellinum. Margir skrifuðu á Twitter um málið og má sjá umræður hér neðar:

2 Comments on “Icelandair vél á leið til Denver snúið við”

  1. Ömurlegt flugfélag, ömurleg flugstöð, ömurleg Vegagerð og ömurlegt Ísland.
    En þeim gæti ekki staðið meira á sama hvað fólki finnst

  2. Skelfilegt veður allt vegagerðinni, flugleiðum, flugstöðinn og guði að þakka. Björn Jónsson þú hefur rétt fyrir þér veðrið er flugleiðum að kenna.

Skildu eftir skilaboð