Ítölsk tennisstjarna sætir rannsókn fyrir falsað „bólusetningavottorð“

frettinBólusetningapassar, ÍþróttirLeave a Comment

Ítalska tennisstjarnan Camila Giorgi sætir rannsókn fyrir að hafa verið með falsað vottorð til að sýna fram á að hún hafi fengið Covid sprautu. Sagt er að Giorgi hafi fengið vottorð, án þess fá Covid sprautur, frá lækni sem er "anti-vax“ og útvegaði henni vísvitandi falsað vottorð.

Meðal viðskiptavina umrædds lækna eru önnur stór nöfn á Ítalíu, þar á meðal söngkonan Madame. 

Giorgi þurfti sönnun fyrir bólusetningu til að mega ferðast um heiminn á tennismót eftir að Covid sprautur voru gerðar að skyldu fyrir leikmenn til að komast inn í flest lönd og spila á stærstu mótunum.

Samkvæmt ítalska miðlinum La Repubblica, sem flutti fréttina, mun meintur glæpur Giorgi falla undir „skjalafals“. Málið er í ítarlegri rannsókn hjá ítölsku lögreglunni í Vicenza sem hefur einnig sent ítalska tennissambandinu rannsóknargögnin.

Hin þrítuga tennisstjarna mun nú þurfa að bíða í nokkra daga eftir næsta skrefi. „Það verður fróðlegt að sjá til hvaða aðgerða, ef einhverra, Alþjóðatennissambandið grípur í millitíðinni þar sem sambandið bíður nú frekari upplýsinga um ásakanirnar á hendur Giorgi,“ segir í tímaritinu Sportskeeda

Þó að henni yrði leyft að taka þátt í Opna ástralska 2023, jafnvel óbólusett, þar sem slakað hefur verið á reglum í Ástralíu gæti hún nú átt yfir höfði sér „rannsóknarbann“ dagana fyrir Grand Slam-mótið 16. janúar nk. fyrir meintan glæp sinn.

Camila Giorgi tók síðast þátt á Opna bandaríska stórmótinu 2022. Mótið komst í fréttirnar löngu áður en það hófst seint í ágúst, aðallega vegna deilna um serbneska tennisleikarann Novak Djokovic, sem neitaði að taka bóluefnið, á meðan bandarísk stjórnvöld kröfðust þess að erlendir ríkisborgarar yrðu að vera bólusettir til að komast inn í landið. Ef ásakanirnar á hendur Giorgi eru sannar myndi það þýða að hún hafi farið til Bandaríkjanna á fölskum forsendum og með falsað bólusetningarvottorð.

Skildu eftir skilaboð