Joe Rogan nýtti hlaðvarpsþátt sinn til að afhjúpa skelfilegar aðstæður sem fyrirfinnast við vinnslu hráefnis sem notuð eru til að framleiða rafbíla, fartölvur, farsíma og önnur tæki.
Aðgerðarsinninn Siddharth Kara, og höfundur bókarinnar "Cobalt Red: How The Blood of The Congo Powers Our Lives," lýsti hræðilegum kringumstæðum í námunum í Afríku. Kara einblíndi á Afríkuríkið Kongó í þættinum hjá Rogan.
„Í allri sögu þrælahalds, ég meina, svo öldum skiptir, aldrei, aldrei í mannkynssögunni, hefur svo mikill hagnaður sprottið úr þjáningu og grimmilegum aðstæðum svo margs fólks um allan heim, eins og er að gerast í Kongó núna,“ sagði Kara.
„Og ástæðan fyrir því er þessi: kóbaltið sem unnið er í Kongó er í hverri einustu litíumjónu rafhlöðu sem framleidd er í heiminum í dag, hverjum einasta snjallsíma, spjaldtölvu og fartölvu, og síðast en ekki síst, í öllum rafknúnum farartækjum.
Kara sagði frá hrottalegum aðstæðum í Kongó þar sem kóbaltið er unnið.
Hér má heyra á þáttinn með honum og Rogan:
One Comment on “Hrottalegar aðstæður við framleiðslu rafhlaðna fyrir farsíma, fartölvur og rafbíla”
En góða fólkinu líður betur á rafmagnsbílnum sínum! Og það skiptir öllu máli.