Eftir Hall Hallsson:
„Bara milli mín og þín ... bara milli þín og mín.“ Hjónin með síma sína upp í rúmi og rauðvín á náttborði eru grunlaus um að Stóri bróður stendur vaktina og fylgist með. Þau fletta facebook og googla; allt skráð, símtöl hleruð, samtöl sömuleiðis – Stóri bróðir veit allt. Þau eru líka markaðsvara. Google og Facebook selja upplýsingar um þau dýrum dómum. Þau eru undir eftirliti CIA, FBI og NSA – National Security Agency. Eftirlitsþjóðfélag í öllu sínu veldi.
Stóri bróðir veit allt um fjármál þeirra. Google og Facebook taka höndum saman við CIA, FBI og NSA um að stýra skoðunum þeirra í svefni og vöku. Í Ameríku kallast þetta mind-control, við segjum heilaþvottur. Ef þau uppfylla ekki samfélagslegar kröfur er þeim varpað í Facebook-fangelsi svo útrýma megi óæskilegum skoðunum sem ekki falla að Stóra bróður. Google sér um að stýra þeim inn á ‘æskilegar vefsíður‘. Heilabylgjur eru stilltar á “rétta tíðni“.
Sannarlega hittir Ben Garrison naglann á höfuðið – snillingur; Garrison er Sigmund Mogga 1964-2008 og Halldór Fréttablaðsins.
Garrison er einn áhrifamesti skopteiknari Bandaríkjanna, sagður ofsóttasti skopteiknari veraldar, fæddur 1957. “The most trolled cartoonist in the world.“ Ef menn fletta Garrison upp í Wikipedia þá blasa við neikvæð ummæli. “Various media commentators have called him sexist, racist, anti-feminist, xenophobic, anti-government, conspiritorial, antisemitic.“ Wikipedia stendur vaktina fyrir Stóra bróður. Eftir þessa þulu kemur loks fram að Garrison lýsir sjálfum sér sem liberterian; stendur vörð um frelsi einstaklingsins. Menn mega ekki rugla libertarian saman við liberal vinstri mann sem við köllum frjálslyndan. Progressive liberal er framsækinn frjálslyndur í villta vinstrinu þar sem manninum er allt leyfilegt þar á meðal velja sér kyn. Maðurinn er almáttugur guð.