Bandaríkin munu krefjast þess að allir ferðamenn frá Kína sýni neikvætt Covid-19 próf áður en þeir fljúga til Bandaríkjanna þar sem slökun á aðgerðum í Peking á Covid-19 takmörkunum hefur leitt til aukinna smita.
Farþegar sem fljúga til Bandaríkjanna frá Kína þurfa að fara í próf ekki meira en tveimur dögum áður en þeir fara í flug og framvísa sönnun um neikvæða niðurstöðu fyrir flugfélagi sínu áður en þeir fara um borð.
Prófin geta annað hvort verið PCR próf eða sjálfspróf.
Reglurnar munu gilda bæði um farþega sem fljúga beint til Bandaríkjanna frá Kína, þar á meðal Hong Kong og Macau, sem og farþega sem fljúga frá vinsælum áfangastöðum, þar á meðal Seoul, Toronto og Vancouver.
Farþegar sem fá jákvætt próf meir en 10 dögum fyrir flug geta lagt fram gögn um bata í stað neikvæðs prófs.
Nýju reglurnar taka gildi klukkan 12:01 ET þann 5. janúar í Bandaríkjunum. Í Japan og á Indlandi gilda sömu reglur fyrir kínverska farþega.
Enn er gerð krafa um að farþegar sem koma til Bandaríkjana sýni fram á að hafa fengið Covid sprautur.
One Comment on “Kínverjar þurfa að sýna neikvætt Covid-próf fyrir flug til Bandaríkjanna”
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/12/29/covid_skimanir_orettlaetanlegar/
Þetta er bara copy paste frá fyrri aðgerð – nú fer áróðursmaskínan í gang.. við eigum eftir að sjá allan fjölmiðlasirkúsinn fara af stað núna. Á næstu vikum verður covid orðið mörg þúsund sinnum á dag nefnt í fjölmiðlum og fréttaveitum. Svo í byrjun Mars þá uppgötva þeir nýt variant og heimta aftur sóttkví, test og grímur af því að þeir geta það. Desjavú.
Ég vona samt svo innilega að þetta mun ekki ganga eftir.