Að berjast gegn siðrofi er ekki bakslag – Áramótahugvekja

frettinEldur Smári3 Comments

Eldur Deville, talsmaður Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka Samkynhneigðra ritaði þessa áramótahugvekju á facebook í dag: 

Elsku vinir og vandamenn,

Þau eru komin. Áramótin. Tíminn til þess að líta um öxl, „check n´adjust“ (stöðumat) og líta fram á við.

Árið 2022 er búið að vera gott ár. Þegar ég lít um öxl minnist ég margs sem ég get verið þakklátur fyrir. Fjölskyldan er mér ofarlega í huga, eiginmaðurinn minn, foreldrar mínir, systkini og fleiri. Góðir vinir eru sannarlega gulls ígildi og ég er ævinlega þakklátur fyrir þá sem ég á. Þeir styðja mig og ráðleggja – oftast einmitt þegar þeir finna á sér að ég þarf helst. Það er magnað.

En ég verð að segja ykkur frá ákvörðun sem ég tók snemma árs. Að berjast fyrir sannleikanum, réttindum barna, kvenna, samkynhneigðra - já, okkar allra, það er orðinn hornsteinn í öllu því sem ég geri.

Svartnættið og myrkrið

En árið 2022 er líka ár svartnættis og myrkurs á margan hátt. Í samvinnu við homma og lesbíur (og aðra) víðsvegar um Vesturlönd höfum við kafað djúpt ofan í málefni sem snerta meðferðir á börnum í nafni transaktívisma og kynjafræðibrölts menntaelítu sem er úr öllu sambandi við raunveruleikann. Við höfum flett ofan af andstyggilegum níðingum og pervertum, hjálpað töluvert af foreldrum og börnum úr klóm þeirra, fullorðnu fólki líka – afskræmt af líkama, brotnu af sál.

Þau eru ekki ófá símtölin sem ég reyndi að lýsa þessu myrkri og þessum uppljóstrunum fyrir móður minni, en á sama tíma halda mesta ógeðinu frá henni.

Fólk sem fylgist með mér á samfélagsmiðlum hafa einnig spurt mig af hverju ég sé að skipta mér að þessu á annað borð og af hverju þetta skiptir mig máli.

Í svona stuttu áramóta-ranti er kannski erfitt að fara nákvæmlega yfir það, en ég er með margar hugsanir sem verða komast niður á blað þegar fram líða stundir. Ég er búinn að vera nokkuð einbeittur áhorfandi á lífið, og stundum sett mitt eigin líf í bið til þess að reyna að skilja það betur sem er í kringum mig.

Aldrei verið skipulagður aktívisti

Ég hef aldrei verið skipulagður aktívisti og haft neitt sérstakt vit á aktívisma. En okkur tókst nú samt að koma okkur saman nokkur og formalisera Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra á árinu. Það er mér persónulega mikið gleðiefni. Við erum nú þegar byrjuð að hafa áhrif og í haust skrifuðum við umsögn til Alþingis er varðar meingallað lagafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson úr Viðreisn er varðar bælingarmeðferð. Lagafrumvarpið er hannað með ákveðnu orðalagi til að greiða götur barna að óafturkræfum lyfja og skurðaðgerðum. Þetta er eitthvað sem ég fer ekkert ofan af, því annars væri löngu búið að taka frumvarpið til endurskoðunar. Við bíðum þess að vera kölluð inn fyrir fastanefnd Alþingis sem er með málið til umfjöllunar.

Ég hef einnig skrifað nokkrar greinar á árinu, mætt í nokkur podköst og viðtöl vegna málsins

Það er kviknað í!

Ég vil ekki hljóma svartsýnn á áramótum, en það er kviknað í húsinu og börnin okkar eru inni. Þetta er neyðarástand. Á samfélagsmiðlunum, í skólunum, í frístundamiðstöðvunum, í vinahópum barnanna. Við erum fullorðna fólkið. Okkur ber skylda að koma til bjargar!

Ef ekki ég? Hver?

Ef ekki þú, þá hver?

Ef ekki núna, hvenær?

Öll ágreiningsmál mega víkja meðan við vinnum þetta mál. Transferli er EKKI staður fyrir börn. Vissulega geta börn glímt við kynama. Flest samkynhneigt fólk þekki það á eigin skinni. Besta lausnin við því er kynþroskinn. Hann er ekki sjúkdómur.

Ég er tilbúinn að vinna með ÖLLUM þeim, hvort sem þú ert til hægri í pólitík eða til vinstri. Fyrir mér, þá er þetta brýnasta mál samtímans.

Kynslóðin sem ég tilheyri, er því miður hvað sekust um að styðja afskræmingar á börnum og unglingum í tilraunaskyni í nafni „ástar og umburðarlyndis“. Því yngri sem ungmenni lenda i þessari kynjahakkavél, því meiri líkur eru á því að mistök eru gerð. Og þau eru ekki afturkræf.

Ég hef kynnst fullorðnu fólki á árinu sem bíður þess ekki bætur. Ég hef séð með eigin augum líkamlegu og andlegu örin sem þessi iðja okkar Vesturlandabúa veldur.

Af hverju viljum við ólm banna umskurð drengja, og svo FGM hjá stúlkum, en svo erum við bara sjálf gjörsamlega siðlaus þegar við klippum af 14 ára stelpum brjóstin og geldum drengina.

Þessi iðja hefur ekkert með ást og umburðarlyndi að gera. Þessi iðja hefur ekkert með samkynhneigða gera eða nokkurt „samfélag“ tengt okkur.

Hreyfingin okkar er ekki til lengur. Gay Pride er ekki til lengur.

Þetta skrifast allt á kynjafræðinga, perverta og níðinga sem vilja ekkert heitar en að afmá mörkin á milli bernsku og fullorðinsára, afmá tilvist kyns, rústa kjarnafjölskyldunni og rífa niður samfélagsgerðina okkar. Sem betur fer eru fleiri og fleiri að vakna.

En þetta tekst ekki nema við verðum fleiri sem þorum að tala og segja þetta.

Hvernig sigrum við?

Ef þú ert tilbúinn að segja hvað kona er, fyrir framan ALLA OG ALÞjÓÐ, þá vinnum við.

Ef þú hafnar að nota orðskrípi sem þessi snarklikkaða hreyfing er háð því að við tileinkum okkum, þá vinnum við.

Ef þú ert tilbúinn að vera foreldri barns þíns, og leiðbeina því. Og nota orðið NEI. Þá vinnum við

Ef þú ert tilbúin að benda á að það sé karl í kvennaklefanum sem á ekkert erindi þar inni með þér og 8 ára dóttur þinni, þá vinnum við.

Ef þú ert tilbúinn að skrifa alþingismönnum, skólastjórnendum og kennurum að þú viljir ekki að hinsegin fræði og kynjafræðiruglið sé kennt sem staðreyndir í skólanum þínum, þá vinnum við.

Ef þú þorir að vera eins og ég og öskra að „KEISARINN ER NAKINN!“, þá vinnum við.

Og veistu af hverju við vinnum?

Vegna þess að ÉG TAPA ALDREI

Komdu með, leggðu þitt af mörkum.

Gerum þetta saman.

Gleðilegt Nýtt Ár.

3 Comments on “Að berjast gegn siðrofi er ekki bakslag – Áramótahugvekja”

  1. ,,Ef þú hafnar að nota orðskrípi sem þessi snarklikkaða hreyfing er háð því að við tileinkum okkum, þá vinnum við.“

    Best að ég velji sjálfur orðin sem ég tel að lýsi veruleikanum eins og hann kemur mér fyrir sjónir.

    Út í hött að sannleiksráðuneyti ákveði fyrir mig hvernig ég lýsi minni eigin upplifun.

  2. Mjög góð grein hjá þér Eldar. Þú ert að gera góða mikilvæga hluti. Hittir naglann á höfuðið.

  3. Bravó !!!

    Áfram Eldur. Frábær pistill og orð í tíma töluð.

    Það er mikill léttir að til er fólk eins og þú sem flýtur ekki með straumi hugmynda hugsjúks og andstyggilegs fólks sem hefur tekist að klæða hatur og pervertisma i falleg föt framleidd af félags”vísinda”deildum háskóla á vesturlöndum. Þannig hafa þessar nornir náð að hrífa með sér fésbókar múginn sem er nú duglegur í allskonar ósvinnu með þessum vágestum.

Skildu eftir skilaboð