Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, flaug til Flórída á föstudag, áður en Luiz Inacio Lula da Silva, verðandi forseti, tekur við embætti.
Opinber brasilísk flugvél lenti í Orlando í Flórída seint á föstudag sýndi flugvefurinn FlightAware og þrátt fyrir að ákvörðunarstaður Bolsonaro hafi ekki verið staðfestur opinberlega var öryggisstarfsfólk hans þegar á sínum stað í Flórída.
Bolsonaro fór frá Brasilíu eftir að hann sagðist ítrekað ekki ætla að afhenda Lula forsetaborðann við embættistökuna á morgun og braut þar með lýðræðishefð Brasilíu.
Það gæti líka verið lagaleg áhætta fyrir Bolsonaro að vera áfram í landinu þar sem friðhelgi forsetans rennur út þegar Lula tekur við embætti. Varaforsetinn Hamilton Mourao er nú starfandi forseti eftir að Bolsonaro fór úr landi, sögðu fjölmiðlafulltrúar hans. Mourao mun þó ekki afhenda Lula forsetaborðann, sagði talsmaður, og eru óvissa um hver muni sjá um afhendinguna.
Forsetaflugvélin fór frá Brasilíu skömmu eftir klukkan 14 að staðartíma á föstudag.
„Ég er í flugi, kem fljótlega aftur,“ sagði fráfarandi forsetinn samkvæmt CNN í Brasilíu fyrr um daginn en fjölmiðlafulltrúar hans vildu ekki svara neinum spurningum.
Myndband af honum í Flórída hefur verið birt á samfélgasmiðlum.