Fjölpóla nýr heimur – hvað verður um dollarann?

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjármál, Stjórnmál, ViðskiptiLeave a Comment

Þýðing á fréttabréfi Genco Capital sem birtist á Substack 30. mars 2023.

Á síðustu vikum hafa fréttir borist af keppinautum Bandaríkjanna, þar sem þeir hafa orðið umsvifameiri á alþjóðavettvangi. Kína hafði milligöngu um friðarsamning Sádi-Arabíu og Íran, Rússar héldu ráðstefnu með yfir fjörtíu Afríkuríkjum, Saudi-Arabía er orðuð við að byrja að nota mismunandi gjaldmiðla fyrir olíuviðskipti og listinn heldur áfram. Heimurinn er að breytast á ógnarhraða. Hvað þýðir þetta fyrir Bandaríkin - eða nánar tiltekið fyrir dollarann?

Yfirráð Bandaríkjanna í heiminum byggja að miklu leyti á Bandaríkjadollar sem varaforðaeign annarra ríkja. Áhrif Bandaríkjanna erlendis byggja ekki einungis á því, heldur gerir innlend efnahagsstefna þeirra það líka.

Áratugum saman hefur heimurinn gert langsamlega flest millilandaviðskipti upp í Bandaríkjadollurum. Þetta þýðir að ef Frakkar keyptu olíu frá Sádi-Arabíu, áttu þeir viðskipti í dollurum. Ef Rússar seldu jarðgas til Kína, áttu þeir viðskipti í dollurum. Þetta kerfi skapar mikla eftirspurn eftir Bandaríkjadal. Þar sem lönd þurftu dollara til að gera upp alþjóðleg viðskipti, áttu þau milljarða Bandaríkjadala í seðlabönkunum. Þetta gerði bandaríska hagkerfið það langöflugasta í heimi. Þau voru með sterkasta gjaldmiðilinn, sem gaf þeim sterkasta hagkerfið, sem skilaði meira fjármagni og fjárfestingum inn á markaðinn þeirra o.s.frv.

Peningaprentvélarnar ganga brrrr....

Meðan á COVID-faraldrinum stóð, prentaði Seðlabanki Bandaríkjanna billjónir dollara sem olli mikilli verðbólgu. En aðeins að hluta, ekki eins mikla og í mörgum öðrum löndum, og örugglega ekki eins mikla og ef önnur lönd hefðu prentað jafn mikið og Bandaríkjamenn. Verðbólga Bandaríkjanna er nefnilega flutt út vegna alþjóðlegrar eftirspurnar eftir dollaranum. Henni er útvistað til annarra landa með mikilli peningaprentun.

Hvað ef þetta breyttist? Hvað ef andstæðingar Bandaríkjanna færu að eiga viðskipti með eigin gjaldmiðla í stað Bandaríkjadals? Við erum farin að sjá það núna. Þetta hefur reyndar verið að þróunin í áratugi, þó hægt fari. Þessi þróun virðist nú ganga mun hraðar. Frakkar keyptu t.d. um daginn jarðgas frá Kína fyrir kínverskt yuan.

Mun dollarinn hrapa úr stöðu varagjaldeyrisforða heimsins og verða verðlaus? Nei, eða líklega ekki í einhvern tíma. Hins vegar er þessi þróun alvarleg þar sem afleiðingarnar gætu kollvarpað hagkerfum heimsins. Bandarísk völd og áhrif munu dvína um allan heim, Bandaríkin gætu fengið yfir sig óðaverðbólgu og séð eignamarkaði hrynja.

Viðskiptabönn hraða breytingunum

Haldi framboð á Bandaríkjadollurum áfram að vaxa (og það mun gerast) á meðan eftirspurnin dregst verulega saman, munu Bandaríkin horfa fram á stórfelld efnahagsvandræði sem þau eru alls ekki í stakk búin fyrir. Margir „einpóla“-sinnar segja að þetta þýði nákvæmlega ekkert. En er það rétt? Rússland var rekið úr bandaríska alþjóðaviðskiptakerfinu og hefur snúið bökum saman við Kína og Indland, á meðan Kína er að koma á nánum tengslum við Sádi-Arabíu og Íran.

Kína selur bandarísk ríkisverðbréf. Rússland hefur þegar losað sig við sín að mestu.

Hvað með það? Það skiptir nefnilega öllu máli vegna þess að Rússland er stærsti orkuútflytjandi heims. Kína er stærsti orkukaupandi og stærsti vöruframleiðandi heims. Indland er með mest vaxandi íbúafjölda heims og millistétt sem óðum treystir sig í sessi. Sádi-Arabía er stærsti útflytjandi olíu í heiminum. Þetta eru allt öflug hagkerfi náttúruauðlinda sem eru að taka höndum saman á meðan og Bandaríkin sitja eftir. Hver er stærsti útflutningur Bandaríkjanna? Dollarinn…

Af þessum sökum er afar mikilvægt að stefna að fjölbreyttu eignasafni í framtíðinni. Fjölbreyttar fjárfestingar, svo sem orka, góðmálmar, rafmyntir, fasteignir/land gæti verið góð leið til að verjast áföllum. Við munum halda áfram að fylgjast með þessari þróun og veita uppfærslur þegar helstu heimsviðburðum vindur fram.

Skildu eftir skilaboð