J.K. Rowling bregst við bókabrennu trans-aktívista

frettinBókmenntir, Erlent, TransmálLeave a Comment

Hinar vinsælu barnabækur J.K. Rowling hafa nú mætt andspyrnu frá hópi trans-aktívista sem brenna þær nú í mótmælaskyni við persónulegar skoðanir hennar á því að ungum börnum sé leyft að ráða því sjálf hvaða líkama þau tilheyra eða ekki, og fá lyfja- og skurðlækna til liðs með sér til að koma þeim skoðunum á með líkamlegum breytingum á líkömum þeirra. Ekki fylgir sögunni hvort sömu börn eigi að fá leyfi til að drekka áfengi, kjósa og taka bankalán.

J.K. Rowlings svaraði fyrir sig á Twitter með kaldhæðnislegu skilaboði og virðist taka því rólega að fyrirbæri og bókabrennur, sem má tengja við marga myrka kafla í sögu mannkyns á seinni tímum, séu framkvæmdar og það á hennar bókum, en fordæmir vitaskuld athæfið. Margir á Twitter benda á að bókabrennur voru hluti af áróðursvél yfirvalda í Þýskalandi nasismans.

Hér má sjá myndbandið af trans-aktívista brenna eintak af Harry Potter bók og viðbrögð J.K. Rowling sem segir: Ég elska að þið hafið bætt því við að „allur réttur sé áskilinn“, bara ef svo vildi til að fólk myndi leggja þetta fram til Óskarsverðlauna án ykkar samþykkis.

Skildu eftir skilaboð