Eftir Hall Hallsson:
Þann 17. mars gaf forseti Alþjóðaglæpadómstóllsins International Criminal Court ICC í Haag, Karim Khan út handtökutilskipun á Vladimir Pútin forseta Rússlands fyrir stríðsglæpi fyrir að hafa ólöglega flutt úkraínsk börn til Rússlands og komið upp fjölda innrætingarbúða þar sem börnin væru „Rússlandíseruð“. Ásamt Pútin var gefin út handtökutilskipun á Maríu Llova-Belovu forstöðukonu Barnaverndar Rússlands. Handtökutilskipanir ICC eru byggðar á skýrslu Yale University Humanitarian Research Lab Center, New Haven Connecticut, styrkt af deild utanríkisráðuneytisins sem var stofnuð í maí 2022 um stríð og stöðugleika; Bureau of Conflict and Stabilization Operations.
Þann 16. febrúar hafði fréttamaður CNN, Anderson Cooper átt viðtal við forstöðumann Yale HRL Nathienel Raymond um flutning á sex þúsund börnum frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal sérstaklega vísað í innrætingarbúðir Donbass Express, 60 kílómetra frá Moskvu. Fréttin var dramatísk. CNN Breaking News: Gulbrún Viðvörun um Úkraínsk Börn; Amber Alert for Ukraine‘s Children. Raymond kvaðst ásamt sínu fólki hafa afhjúpað líklega stærstu innrætingabúðir 21. aldar. Hann gaf í skyn þjóðernishreinsanir. Sannanir um þjóðarmorð;evidence of genocide. „Þau eru að reyna að breyta þeim í Rússa,“ sagði Raymond. Vegna afhjúpunar Yale HRL gaf utanríkisráðuneytið bandaríska út yfirlýsingu: „Þúsundum barna er haldið í gíslingu.“
Pútin eins og Hitler
Á 24 ára ferli sínum við góðgerðarstörf kvaðst Raymond aldrei hafa séð annað eins. „Við erum að fást við umfangsmestu barnabúðir 21. aldar,“ sagði Nathienel Raymond. Cooper gretti sig fullur vandlætingar. „Þetta er sjúklegt; This is truly sickening. This is sick,“ sagði Cooper. Kollegi hans á CNN, Fareed Zakira tók upp þráðinn og kvað Pútin gera eins og Hitler: Hitler‘s playbook. Hringekja Trusted News fjölmiðla fór af stað. Ríkisfréttir RÚV létu ekki sitt eftir liggja né ríkra-miðla á framfærslu ríkisins; Stöð2, Vísir, Morgunblaðið, DV ásamt auðvitað Fréttblaðinu og Hringbraut heitnum. Lindsey Graham öldungadeildarþingmaður sagði: „Þetta er það sem Hitler gerði!“
Engar vísbendingar um misnotkun
Saksóknari ICC kvaðst byggja handtökutilskipunina á rannsóknum Yale HRL leiðbeint af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Þrátt fyrir stóryrði á CNN þá kemur hvergi fram í skýrslunni að foreldrar hefðu sent ungmenni sín þeim til verndar frá ógnum stríðsins og mörg hefðu snúið til baka. Engar vísbendingar væru um misnotkun barna; no documentation of child mistreatment. Skýrslan er byggð á gervihnattagögnum, Telegram póstum og rússneskum fjölmiðlum þar sem google þýðing; google translate var notað til þýðinga. Engin vettvangskönnun fór fram. „Yale HRL tekur ekki viðtöl við vitni, aðeins gögn sem birst hafa. Yale rannsakar ekki vettvang, né var farið fram á,“ segir í skýrslunni.
Donbas Express við Moskvu
Donbas Express var sérstaklega nefnd en þar dvöldu um 80 krakkar. Svo vildi til að bandarískur blaðamaður að nafni Jeremy Loffrerdo hafði í nóvember 2022 heimsótt Donbas Express á hótel í bænum Pokrovskoye 60 kílómetra frá Moskvu. Hótelinu hafði verið breytt svo börn frá Donetsk og Lughansk héruðum mættu dvelja við nám í klassískri tónlist. Loffordo var þá fréttamaður Rebel News en hefur síðan skipt yfir á hinn vinstri sinnaða miðil The Grayzone þar sem umfjöllun hans er. Jeremy Loffredo og Max Blumenthal, stofnandi Grayzone, eru höfundar greinarinnar. Í nóvember hafði Loffredo ekki hugmynd um að ICC myndi sérstaklega vísa í Donbas Express sem dæmi um innrætingarbúðir í pólitískum tilgangi. Loffredo hefur allt aðra sögu að segja í frétt sinni: Heimsókn til Donbas Express, öryggi frá stríði. Þar kvaðst hann hafa hann hitt alsæl ungmenni í tónlistarnámi. Krakkarnir voru fullir þakklætis fyrir að hafa losnað undan martröð árásarstríðs stjórnvalda í Kænugarði á hendur rússnesku mælandi íbúum Úkraínu allar götur frá 2014. Árásarstríðið hófst eftir blóðuga litabyltingu Ameríku í Kænugarði árið 2014. ICC kallar skjól þeirra innrætingabúðir; Rússlandíseringu sem telst stríðsglæpur.
Ættjörð mín snýr aftur
Yale skýrslan hefur rétt fyrir sér að einu leyti að sögn Lundstrem: „...margar fjölskyldur vilja ekki láta dvöl þeirra spyrjast út því þá verður litið á þau sem svikara og samstarfsmenn Rússa ... Svo þú skiljir hvað gert er við börn sem þessi í Úkraínu ... börn sem fá aðstoð frá Rússum eða Rússlandi eru infaldlega drepin. Krakkarnir syngja Ættjörð mín snýr aftur af innlifun sem orð fá ekki lýst.“ Loffordo ræddi við ungmennin sem voru full þakklætis og segja hryllingssögur af framgöngu úkraínskra hersveita í stríðinu, svo sem fram kemur í umfjöllun hans.
Raymond hóf störf hjá Yale árið 2021
Loffredo hafði samband við tölvunarfræðinginn Natheniel Raymond sem kvaðst hafa hafið störf hjá Yale HRL 2021, þá í tengslum við Afganistan. Þeir töluðu saman í síma. Þegar deilur um Úkraínu mögnuðust var myndaður hópur um landið, sagði Raymond. „Um vorið vissum við að góðir hlutir voru að gerast; the good stuff was happening.“ Hann kvað National Intelligence Council hafa sett á þá mikla pressu. „Við eyddum sumrinu og haustinu [2022] að leita leiða til að komast inn á rússneskar vpn-tengingar [sýndar-einkanet] sem Rússar á rússneskum samfélagsmiðlum.“ Þeir ræddu margvísleg önnur verkefni hópsins og þar kom að samtali þeirra um börnin.
Aðspurður um rússneskan bakgrunn barnanna sem hefðu mátt sæta ofbeldi eigin ríkisstjórnar sagði Raymond: „Jafnvel þó það sé satt, þá er um stríðsglæp að ræða. Samkvæmt Genfarsáttmálanum má ekki undir neinum kringumstæðum ættleiða eða flytja börn frá átakasvæði.“ Hann vildi ekki taka umræðu um uppruna né bakgrunn barnanna þegar kom að því hvort réttindi hefðu verið brotin, þó hann viðurkenndi að í flestunum búðunum sem Yale-hópur hans hefði rannsakað væru „...fyrst og fremst fram menningartengd menntun, eins og ég segi, brúðubangsa; teddy-bear.“
Stúlka reyrð við staur
Við þetta má bæta að myndin af stúlkunni áskotnaðist mér fyrir nokkrum vikum tvítuð af Make Peace Now; Alternative News þar sem ekki ríkir ritskoðun. Stúlkan var var reyrð við staur og glitta má í hermann með úkraínsku fánalitina. Ég er nokkuð viss um að Katrín Jakobsdóttir og Þórdís K.R. Gylfadóttir hafi ekki verið leiddar fram fyrir stúlkuna í illræmdri för sinni á dögunum; Kata með töskuna og Þórdís í herjakkanum. Ég þekki ekki um örlög stúlkunnar en hræddur er ég um að stúlkan sé ekki meðal okkar. Ég birti myndina ekki á facebook enda yrði mér varpað í f-dýflissu svo þið getið séð hana á blogg.is.