Joe Biden, Bandaríkjaforseti, skrifaði undir lagafrumvarp repúblikana á mánudag sem bindur endi á neyðarástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins þar í landi.
Þetta gerðist degi áður en Hvíta húsið hafði sagt að forsetinn myndi einhliða binda enda á innlendar neyðarráðastafanir tengdar heimsfaraldrinum.
Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi verið á móti aðgerðinni hótaði Biden ekki að beita neitunarvaldi gegn löggjöfinni. Hvíta húsið hafði sagt að löggjöfin myndi „skapa víðtækan glundroða og óvissu í öllu heilbrigðiskerfinu - fyrir ríkin, sjúkrahús og læknastofur, og síðast en ekki síst, fyrir tugi milljóna Bandaríkjamanna.“