Költ eða borgaraleg réttindabarátta?

frettinEldur Deville, Hinsegin málefni, Innlent1 Comment

Eldur Deville skrifar:

Samstarfssamningar Samtakanna ´78 og fræðsluefni þeim tengdum hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga og vikur.

Ég skrifaði m.a. greinar hérna á Fréttinni og svo einnig í Morgunblaðið. Samtökin´78 hafa ekki sýnt erindum okkar í Hagsmunasamtökum samkynhneigðra neinn áhuga, enda lítur það kannski ekki vel út að viðra hugmyndafræðilegan ágreining innan hreyfingarinnar opinberlega. Alveg sérstaklega ekki ef hugmyndafræði annars aðilans stendur á brauðfótum.

Hinsvegar eiga Samtökin´78 og fylgjendur þeirra ekkert erfitt með að ráðast gegn grunnskólakennara, konu sem vogaði sér að viðra þá hugmynd hvort fræðsla Samtakanna´78 stæðust yfirhöfuð lög.

Það er full ástæða til þess að velta þessum steinum og skoða málið nánar, sérstaklega í ljósi þess að nú hafa Samtökin´78 sagt að „allt kennsluefni er opinbert á otila.is“.

Á næstu dögum og vikum mun ég taka síðuna otila.is til nánari skoðunnar í greinarskrifum mínum. Samtökin ´78 eru afar stolt af þessu efni sínu, þannig að þá hlýtur það að vera mikill greiði fyrir þau að við vekjum athygli á efninu sem þar er að finna. Þar er m.a. að finna fyrirbæri eins og lauslæti, (þau kalla það reyndar fínara nafni), gagnkynhneigðarhyggja sem á víst að ýta undir jaðarsetningu fólks, félagslegt kyn  (sem á risaeðlumáli er persónuleiki), kynjatvíhyggja, sem er hugmyndin að kynin séu tvö. Það að kynin séu tvö er engin hugmynd. Raunvísindin hafa skorið úr því. Kynin eru tvö. Hlutverk þeirra er æxlun. Einnig eru 14 skráðar kynhneigðir á vefnum Fjórtán! Og engin skil þar gerð á milli kynhneigðar annars vegar og blætis hinsvegar.

Þarna er meira að segja talað um transútilokandi femínisma eða „TERF“ á ensku. Þar er semsagt talað niður áhyggjur kvenna sem vilja verja rými ætluðum konum og stúlkum frá körlum sem segjast vera konur, og vegna laga um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 þarf karlmaður ekki að fara í neitt ferli til þess að breyta kynskráningu sinni.

Samtökunum 22 hefur borist fjölda ábendinga frá konum og unglingsstúlkum sem hefur liðið illa yfir því að vera innan um karla í búningsklefum á sundstöðum höfuðborgarsvæðisins.


Þegar er litið yfir vefinn otila.is þá er nokkuð sem vantar upp á, því ekki verið að fræða um umburðarlyndi eða manngæsku. Hérna er á ferðinni hugmyndafræðilegt kerfi sem er trúarlegs eðlis. Það veður í afar eldfimum og umdeildum kenningum sem hafa haslað sér völl innan hugvísindasviðs félagsvísinda í háskólum Vesturlanda. Innfluttar kenningar frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Í báðum löndum er unnið hörðum höndum að afhjúpa þetta alræðishyggjukerfi og vinda ofan af því, því allt stjórnkerfið og menntastofnanir eru í gíslingu þess.

Í kjölfar greinar minnar í Morgunblaðinu og greinar Helgu Daggar Sverrisdóttur hafa Samtökin ´78 gefið út nokkrar glærur með hugsanarjúfandi klisjum (eða það sem heitiri á ensku sálfræðimáli; thought terminating clichés).

Einkenni sértrúarsafnaða eru eftirfarandi:

  • Algjör forræðishyggja án ábyrgðar
  • Núll umburðarlyndi fyrir gagnrýni eða spurningum
  • Skortur á marktækri fjárhagslegri upplýsingagjöf varðandi fjárhagsáætlun
  • Óeðlilegur ótti um umheiminn sem felur oft í sér illt samsæri og ofsóknir
  • Trú á að fyrrverandi fylgjendur hafi alltaf rangt fyrir sér í að fara og það er aldrei lögmæt ástæða fyrir neinn annan að fara
  • Misnotkun félagsmanna
  • Skrár, bækur, greinar eða forrit sem skrásetja misnotkun leiðtogans eða hópsins
  • Fylgjendum finnst þeir aldrei geta verið „nógu góðir“
  • Trú á að leiðtoginn hafi alltaf rétt fyrir sér
  • Trú á að leiðtoginn sé eini leiðin til að vita „sannleikann“ eða veita staðfestingu

Á næstu dögum ætla ég að gera því góð skil að hérna erum við að eiga við hóp fólks sem er heilaþvegið af hugmyndafræðilegu alræðiskerfi.

Ég tek það fram að ég er samkynhneigður karlmaður og mér finnst ekkert skemmtilegt að þurfa að standa í þessum aktívisma á fimmtugsaldri.

En hérna er verið að nota m.a. mig og samkynhneigðar konur og karla til þess að réttlæta það að setja fókus á börn og ungmenni sem hvorki geta ekki veitt upplýst samþykki né varið sig sjálf gegn þessum hugmyndum.

Hommar og lesbíur hafa dregið samþykki sitt tilbaka. Þetta er ekki í okkar nafni.

YFIRLÝSING

Samtökin 22 – Hagsmunasamtök samkynhneigðra lýsa yfir fullum stuðningi við greinarskrif Helgu Daggar Sverrisdóttur, grunnskólakennara, sem birtust í Morgunblaðinu í gærdag, föstudaginn 14. apríl 2023.

Í yfirlýsingu Kennarasambands Íslands í kjölfarið segir: „Hvers kyns mismunun, svo sem á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, verður ekki liðin.“ Ekkert í skrifum Helgu Daggar réttlætir þessi ofsafengnu viðbrögð sem endar á hótunum í garð kennara.

Það er mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi að skoðanir séu viðraðar og fræðsluefni Samtakanna ´78 er byggt á afar umdeildum hugmyndafræðilegum grunni, og því fullt tilefni að skoða hvort það eigi erindi til barna á grunnskólum landsins.

Við erum einnig efins um lögmæti fræðslunnar. Hérna er að ræða efni sem virðist vera kennt sem staðreyndir, þegar hér er á ferðinni umdeilt og óvísindalegt efni.

Virðingarfyllst, Eldur Ísidór | Formaður

One Comment on “Költ eða borgaraleg réttindabarátta?”

  1. Samtökin 78 eru ekkert annað en hatursfull og fordómafull KÖLT!

Skildu eftir skilaboð