Költ eða réttindabarátta – 2. hluti

frettinEldur Deville, Hinsegin málefniLeave a Comment

Eftir Eld Deville:

Í fyrsta hluta í þessari greinaseríu sem birtist í gær nefndi ég einkenni sértrúarsafnaða (hér eftir kallað költ) vegna þess að hegðanamynstur fylgjenda „hinsegins samfélagsins“ er orðið keimlíkt költisma.

Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að bendla allt fólk sem skilgreinir sig sem „hinsegin“ séu beinir þátttakendur í þessu mynstri. Flest fólk er sem betur fer upptekið við að lifa sínu lífi í ró og næði og nýtur þess, og ekkert nema virðingarvert við það. 

En svo erum það við hin sem tökumst á við hugmyndafræðilegan ágreining og erum reiðubúin fara í eldlínuna.

Í þessum hluta ætla ég að fara yfir fjóra liði af tíu sem einkenna költ. Þeir eru:

Algjör forræðishyggja án ábyrgðar

Núll umburðarlyndi fyrir gagnrýni eða spurningum

Trú á að leiðtoginn hafi alltaf rétt fyrir sér

Trú á að leiðtoginn sé eina leiðin til að vita „sannleikann“

Snemma í gærkvöld birti mbl.is viðtal við Daníel E Arnarson, framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 á vef sínum með fyrirsögninni „Fólk sem veit ekkert um hvað það er að tala“.  

„Ég átta mig ekki á hvaðan þetta kem­ur nema þá helst frá vanþekk­ingu og for­dóm­um.“

Eins og venjulega, þá er farið í þennan gír ásakana um ósekju til þess að draga úr trúverðugleika Helgu Daggar Sverrisdóttur, grunnskólakennara, sem skrifaði grein í Morgunblaðið sem birtist á föstudaginn 14. apríl síðastliðinn og olli miklu fjaðrafoki.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Daníel Árnarson

Daníel og Þorbjörg hringdu um borg og bæ og kröfðust þess að Kennarasamband Íslands, Akureyrarbær og fjölmiðlar tækju þátt í þeirri skoðanaþöggun sem þeim er afar þóknanleg.  

Daníel heldur áfram:

„Þetta kem­ur bara frá vanþekk­ingu og trans­fób­íu. Allt fræðslu­efnið okk­ar er op­in­bert á vefn­um Ö til A. Við erum heiðarleg og með allt op­in­bert.“

„Ég held að það sjái það flest­ir sem eru ágæt­ir í lesskiln­ingi að það er ekk­ert í fræðslu­efn­inu okk­ar sem skaðar börn, við erum bara að tala um fjöl­breyti­leik­ann. Maður myndi halda að menntaðir kenn­ar­ar séu ágæt­ir í lesskiln­ingi. Við erum að segja börn­um að þau geti verið ná­kvæm­lega þau sem þau eru.“

Hann fer á kostum í vanvirðingunni og hrokanum gagnvart kennaranum, en eins og iðulega fer hann ekkert efnislega í það sem Helga Dögg hafði að segja. 
Það er nefnilega aldrei farið í viðfangsefnið – aðeins í manninn. 

Skoðum aðeins hvað er í fræðsluefninu. Hvað hafa börn með að fræðast um BDSM? Hvað hafa börn með að fræðast um lauslæti (fjölástir kalla þau það á vefnum) og hvernig á anarkismi við börn á grunnskólaaldri þar sem samkynhneigðir eru vændir um hálfgerða undirgefni fyrir að hafa vogað sér að vilja vera jafnháir þátttakendur í samfélagi mannana? Af hverju er ráðist á venjulegt samkynhneigt fólk sem vill bara lifa lífinu sínu og það sakað um hinsegin þjóðernishyggju? Þetta eru umdeildar pólitískar hugmyndir sem á ekkert erindi til barna eða ungmenna í grunnskólum landsins þar sem hlutleysi á að ráða för í þessum efnum.

Á þessari síðu er hellingur af ”költ-mállýsku” (e. Cult speak) með vísan í fyrirbrigði sem urðu meira eða minna til á Tumblr í lok síðasta áratugs eða í herbergi á Suðurgötunni þar sem költ kynjafræðinga á til með að smíða orð. 

Kennarar eru að mér vitandi fullfærir í að miðla þekkingu um umburðarlyndi og náungakærleik. Hagsmunasamtök eiga ekki að sjá um slíkt. Það er í raun og veru það sem málið snýst um.

Ungmenni hafa miklu greiðari aðgang að upplýsingum en nokkru sinni fyrr. Áróðursmeistarar á vegum hagsmunasamtaka eiga ekkert erindi þar inn.  ”Hinsegin” fólk er ekkert nema sýnilegt alls staðar. Það er næstum því ekki fótandi fyrir öðru en regnbogum, venjulegum og afskræmdum, hinsegin þetta, hinsegin hitt að börn eru farin að beita andófi gegn þessu, enda orðið ríkjandi valdakerfi innan samfélagsins.

Þau sem eru mest áberandi í umræðunni á vegum Samtakanna ´78 er Daníel, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Ugla Stefanía, Arna Danks og svo er Jóhannes Þór aðeins að koma inn.  Öllu þessu fólki hefur verið boðið það að ræða málin á lýðræðislegan hátt, af heiðarleika og festu. Ugla er t.d. í miðju verkefni að safna peningum fyrir tvöföldu brjóstnámi fyrir átján ára stúlku sem Ugla og makinn hafa fylgt frá níu ára aldri og aflað sér fjár og frægð við að gera kvikmyndir um.

Ugla Stefanía

Ugla tjáir sig helst með afbökun á raunveruleikanum á Facebook og í breska fríblaðinu Metro. Bretar láta ruglið í Uglunni ekkert á sig fá og reka það öfugt ofan í hana, en á Íslandi, þar er allt lepjað upp eins og heilagan sannleik sé um að ræða. Auðvitað hefur aldrei tekist að fá þau í tal. Eftir að Samtökin 22 settu vefinn sinn í gang var svarið að skipa Þorbjörgu sem sérstaka verkefnastýru til þess að bregðast við bakslagi. Hvernig ætlar hún að bregðast við? Ætlar hún að tala við okkur, eða ætlar hún að halda áfram að níða skóinn af hommum og lesbíum sem eiga í hugmyndafræðilegum ágreiningi við hana og fylgjendur Samtakanna ´78?

Eins og staðan er ennþá í dag, þá er hérna algjör forræðishyggja án ábyrgðar. Það sést gaumgæfilega á viðbrögðum Daníels og Þorbjargar er þau pönkuðust í Kennarasambandinu, Akureyrabæ og fleirum. Fólk skal hlýða!

Umburðarlyndið fyrir öðrum viðhorfum er nákvæmlega ekkert. Það er enginn að draga tilvist eins eða neins í efa. Þetta vita þau. Spurningin er hvort samfélagið beri skylda til þess að taka þátt í ranghugmyndum annarra gagnrýnilaust. Er slíkt réttlát krafa?
Fylgjendur Samtakanna ´78 fylgja leiðtogunum gagnrýnilaust og aðeins þau geta beint fylgjendunum á hina einu sönnu réttu brautina.

Ég ætla að ljúka þessum hluta með ummælum sem Daníel lét einnig falla á mbl.is því þau eru ágætis inngangur inn í þriðja hluta sem ég er með í smíðum.

„Þetta get­ur skapað upp­lýs­inga­óreiðu sem get­ur leitt það af sér að fólk horfi öðru­vísi á hlut­ina og beiti ákveðnu orðfæri á net­inu sem end­ar síðan í al­var­legu of­beldi, eins og við erum að sjá víðs veg­ar er­lend­is.“

Sá hluti fjallar um hinn óeðlilega ótta við umheiminn sem felur oft í sér illt samsæri og ofsóknir.

Höfundur er formaður Samtakanna 22.

Skildu eftir skilaboð