Gerast Samtökin ’78 brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga?

frettinInnlent, Skólamál1 Comment

Eftir Helgu Döggu Sverrisdóttur kennara:

For­eldr­ar þurfa að vera vak­andi gagn­vart fræðslu Sam­tak­anna '78 í skóla­kerf­inu. Fer eitt­hvað fram sem þarf að fela? Vanga­velt­ur sem vert er að skoða.

Hef velt þessu fyr­ir mér í tengsl­um við fræðslu sam­tak­anna í skóla­kerf­inu. Inn­tak náms­efn­is er ekki op­in­bert og sveit­ar­stjórn­ar­menn vita ekki hvers kon­ar eða hvaða fræðslu þeir borga fyr­ir.

Vissu­lega má líka spyrja hvort hluti kenn­ara­stétt­ar­inn­ar heyri und­ir sömu vanga­velt­ur. Breiðletr­un er mín.

Í frétt um óviðeig­andi kennslu tóm­stunda­leiðbein­enda í skóla­búðunum á Reykj­um seg­ir m.a. í frétt á Vísi.is: „Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi en til skoðunar er meðal ann­ars hvort starfsmaður­inn hafi brotið gegn 99. grein barna­vernd­ar­laga þar sem seg­ir:

„Hver sem beit­ir barn and­leg­um eða lík­am­leg­um refs­ing­um, hót­un­um eða ógn­un­um eða sýn­ir af sér aðra van­v­irðandi hátt­semi gagn­vart barni skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að þrem­ur árum.

Hver sá sem hvet­ur barn til lög­brota, áfeng­is- eða fíkni­efna­neyslu eða annarr­ar hegðunar sem stefn­ir heilsu barns­ins og þroska eða lífi og heilsu annarra í al­var­lega hættu skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að fjór­um árum.

Hver sem sýn­ir barni yf­ir­gang, rudda­legt eða ósiðlegt at­hæfi, sær­ir það eða móðgar skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að tveim­ur árum.“

Mín­ar vanga­velt­ur

Ég tel það sær­andi og móðgandi að segja barni að það sé kannski í öðrum lík­ama. Sé ekki það kyn sem það fædd­ist. Að barnið sé strák­ur, án lims, en ekki stelpa sem er þvert á líf­fræðilega staðreynd. Barn hef­ur ekki þroska, getu eða þor til að mót­mæla slíku. Senni­lega á það við í gegn­um leik- og grunn­skól­ann.

Það er van­v­irðandi hátt­semi við barn og for­eldra þess að halda því fram að heil­brigðis­starfs­fólk geti sér til um kyn barns­ins við fæðingu. Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um er það ekki dregið í efa, líf­fræðilegt kyn er það kyn sem barn fædd­ist og verður. Vegg­spjöld hanga uppi í leik­skól­um sem draga líf­fræðina í efa, sær­andi og van­v­irðandi hátt­semi.

Hef lesið að Sam­tök­in '78 bendi á að horm­óna­blokk­andi lyf séu nán­ast skaðlaus, þvert á vitn­eskju sér­fræðinga sem hafa hver á fæt­ur öðrum stigið fram. Fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna '78 skrifaði það í grein sem Vís­ir.is birti. Horm­óna­blokk­andi lyf hafa veru­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn, skemma þau til lífstíðar. Með mál­flutn­ingi sín­um finnst mér allt benda til að Sam­tök­in ger­ist brot­leg við „... stefn­ir heilsu barns­ins og þroska í hættu“ boði þau þenn­an boðskap í fræðslu sinni til skóla­barna.

Kon­ur og kvenna­mál

Sam­tök­in '78 segja á heimasíðu sinni: „Hug­mynd þess­ara og fleiri femín­ista er sú að kon­ur séu und­irokaðar og kúgaðar vegna líf­fræðilegra eig­in­leika, það er að segja getu þeirra til að eign­ast börn.“ Sam­kvæmt dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, og þurfti hann ekki til, þá er skýrt í lög­um að þú ert það kyn sem þú fædd­ist. Ef fræðsluaðilar Sam­tak­anna '78 og kenn­ar­ar á leik- og grunn­skóla­stigi segja börn­um að karl­maður geti verið móðir og kona faðir er það van­v­irðandi hátt­semi, sær­andi og móðgandi og gert með það fyr­ir aug­um að rugla börn.

Sam­tök­in virðast sá vafa­fræj­um í huga barna. Fólk sem hafn­ar hug­mynda­fræði sam­tak­anna er sagt for­dóma­fullt og með hat­ursorðræðu. Komi slík­ar full­yrðing­ar fram í fræðslu sam­tak­anna, t.d. á efri stig­um grunn­skól­ans, sær­ir það og móðgar börn enda lík­legt að for­eldr­ar þeirra þekki staðreynd­ina, hvað sé kona og hvað sé karl, og miðli til barna sinna. Ég spyr mig og von­andi marg­ir aðrir.

Boði sam­tök­in í skóla­kerf­inu að kon­ur hafi ekki einka­rétt á rétt­ind­um sem þær hafa bar­ist fyr­ir og orðum sem notuð eru yfir kon­ur fara þau yfir strikið. Það sær­ir stúlk­ur, móðgar og sýn­ir van­v­irðandi hátt­semi í þeirra garð. Stúlk­ur eru helm­ing­ur af nem­enda­hópi í skóla­stofu.

Lyg­ar

Að bera lyg­ar á borð fyr­ir börn sem geta ekki varið sig, farið í gagn­rýna umræðu og svarað fræðsluaðila er van­v­irðandi hátt­semi, sær­andi og móðgandi. Börn hafa ekki þekk­ingu og hafa ekki skoðað aðrar hliðar mála­flokks­ins eins og nauðsyn­legt er til að svara fræðsluaðilum trans­sam­tak­anna um trans­mála­flokk­inn.

Sam­tök­in hafa haldið fram að börn séu í sjálf­vígs­hættu fái þau ekki viðeig­andi meðferð við kyn­vanda sín­um. Eng­ar rann­sókn­ir styðja þann mál­flutn­ing og er börn­um bein­lín­is hættu­leg­ur. Al­veg ljóst er að ef sam­tök­in ræða þetta í fræðslunni stefna þau heilsu barna í hættu.

Hafi for­eldri orðið vart við fræðslu sem brýt­ur í bága við grein­ina á það um­svifa­laust að kvarta til stjórn­enda. Vilji menn ganga lengra, kæra.

Kyn verður aldrei dregið í efa nema í svo sára­fá­um til­fell­um og þá vita menn að eitt­hvað hef­ur farið úr­skeiðis.

Vilja­leysi rit­stjórna

Vand­inn í dag er vilja­leysi fjöl­miðla til að ræða trans­mála­flokk­inn frá fleiri hliðum en Sam­tök­in '78 sýna. Víða um heim hef­ur umræðan um mála­flokk­inn breyst. Marg­ir hafa stigið fram og sagt miður góðar reynslu­sög­ur og sér­fræðing­ar benda á margt fróðlegt sem á er­indi við al­menn­ing. Ný­verið kom út norsk skýrsla sem fer hörðum orðum um þann iðnað sem er í gangi. Ekki orð um það hér á landi.

Hvet fjöl­miðla, hvaða nafni sem þeir nefn­ast, til að sinna skyldu sinni í trans­mála­flokkn­um eins og öðrum. Víða um heim sjá­um við fjöl­miðla axla þá ábyrgð.

Höf­und­ur er M.Ed. M.Sc. og grunn­skóla­kenn­ari.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. apríl 2023  - birt með leyfi höfundar á Fréttin.is

One Comment on “Gerast Samtökin ’78 brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga?”

  1. Að mínu mati er þetta eunfaldlega rétt með farið hjá henni, þvílík þvæla sem þetta er eiginlega orðið,,,ég þakka fyrir að mín börn eru hætt í skóla, vonandi fær sér eitthvert foreldri hörku lögfræðing og lætur reina á þessa þvælu sem komin er upp í skólakerfinu, foreldra hljóta að géta sagt eitthvað um kenssluefni sem börnunum þeirra er kennt í skólunum….

Skildu eftir skilaboð