Bandarískur hjúkrunarfræðingur segir COVID-19 meðferðir á sjúkrahúsum jafngilda læknamorði

frettinCOVID-19, Erlent1 Comment

Gail Macrae er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún segist hafa treyst Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) og Bandarísku læknasamtökunum (AMA), en gerir það ekki lengur og segir starfshætti og verklagsreglur þeirra í COVID-19 jafngilda „læknamorði“.

Hún ver rekin úr starfi fyrir að neita COVID-19 bólusetningu og gerðist uppljóstrari í kjölfarið.  Hún kom nýlega fram í viðtali til að ræða það sem hún varð vitni að þegar hún starfaði í heilbrigðisþjónustu á meðan á COVID-19 stóð.

Macrae hefur starfað á sjúkrahúsum, gjörgæsludeild og sem ljósmóðir. Hún starfaði hjá Kaiser Permanente sjúkrahúsinu í Kaliforníu frá 2015 til 2021, eða þar til hún var rekin.

Þegar COVID tók að aukast vorið 2020 sögðu fjölmiðlar að sjúkrahús væru yfirfull af sjúklingum, en það er ekki það sem Macrae sá af eigin raun. „Þeir voru aldrei fullir af sjúklingum,“ sagði hún.

Veturinn 2020 var „hefðbundinn,“ sagði Macrae. Spítalinn fylltist tvisvar, sem er ekki óvenjulegt yfir vetrartímann. En þegar hún þurfti að segja fjölskyldum sjúklinga að þeim væri ekki leyft að heimsækja fólkið sitt fannst henni hún vera að brjóta siðareglur heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga.

Meðferðarreglurnar eða „prótókólið“ var að gefa COVID-19 sjúklingum remdesivir, sem er veirueyðandi lyf, jafnvel þó að vika væri liðin frá upphafi einkenna.

„Og við sáum engan bata, en við sáum sjúklinga fá fjöllíffærabilanir,“ sagði Macrae.

Hún sagðist hafa viljað treysta stofnunum eins og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) og Bandarísku læknasamtökunum (AMA), en það breyttist og segir nú starfshætti og meðferðareglur þeirra í COVID-19 jafngilda „læknamorði“.

„Ég tel ástæðuna hafa verið lyfið remdesivir og einangrun sjúklinganna. „Allar þessar meðferðarreglur, hræðsluáróðurinn, einangrunin, „eitruðu lyfin“ ... ég gekk burt með þá tilfinningu að ég hefði tekið þátt í læknamorði.“

Macrae starfaði sem hjúkrunarfræðingur í júní 2021 þegar sjúkrahúsið bráðvantaði fleira starfsfólki og hún tók eftir því á einni vaktinni að 50 eða 60 sjúklingarnir sem hún hitti þurftu allir aðhlynningu vegna hjartaáfalls eða heilablóðfalls. Á þessu tímabili tók hún einnig eftir aukningu á neyðarsímtölum ("code blue"), sem þýðir að endurlífgunar þarfnaðist eða tafarlausrar læknishjálpar.

Macrae sagði að henni hafi verið sagt að hún hefði ekki leyfi til að segja frá því sem hún yrði vitni að.

Macrae hefur tekið þátt í nokkrum málaferlum í þeim tilgangi að standa á réttindum sínum og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hún setti einnig af stað verkefni sem kallast standfirmnow.org.

Fréttin hefur áður fjallað um noktun remdesevir á sjúkrahúsum, málsóknir og fjárhagslega hvata sjúkrahúsanna.

Hér má sjá viðtalið.

One Comment on “Bandarískur hjúkrunarfræðingur segir COVID-19 meðferðir á sjúkrahúsum jafngilda læknamorði”

  1. Mér finnst þetta djöfuls siðleisi og drullusokksháttur að reka hjúkrunarkonuna fyrir það eitt að vilja ekki láta sprauta sig með þessu sulli…Gott hjá henni láta ekki undan og stíga fram og segja frá……

Skildu eftir skilaboð