Af hverju ríkir þögn um sakamál fjölmiðlamanna?

frettinInnlent, ÞöggunLeave a Comment

Páll Vil­hjálms­son fram­halds­skóla­kenn­ari, blaðamaður og blogg­ari tel­ur að uppstokkun í blaðamanna­stétt muni eiga sér stað, þegar loks verði horfst í augu við veru­leik­ann í tengsl­um við svo­kallað byrlun­ar­mál.  Páll segir að yngri blaðamenn muni ein­fald­lega hafna þeim vinnu­brögðum sem hann tel­ur að hafi viðgengist hjá fimm blaðamönnum í tengsl­um við stuld og afritun á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra, þegar hann lá á gjör­gæslu og var ekki hugað líf. Þetta kemur fram í þættinum Dagmál, á mbl.is.

Páll var gestur í nýjasta þætti Dagmála, en hann hef­ur skrifað tugi blogg­færslna um sakamálið, sem m.a. hefur verið endurbirtar hér á Fréttinni. Páll gagn­rýn­ir að meg­in­straumsfjöl­miðlar hafi ekki tekið málið upp og flutt af því frétt­ir eins og al­mennt er gert í saka­mál­um.

Hann upp­lýs­ir í þætt­in­um að hann hafi kom­ist á snoðir um þetta mál fyr­ir til­vilj­un og það hafi vakið áhuga hans. Bloggskrif­in sem hann set­ur fram und­ir titl­in­um Til­fallandi at­huga­semd­ir hafa vakið hörð viðbrögð og meðal ann­ars leitt til dóms­mála og var Páll ný­leg­ur dæmd­ur fyr­ir ærumeiðandi um­mæli í garð þess­ara blaðamanna sem hann hef­ur fjallað um. Páll hef­ur áfrýjað til Landsréttar í því máli, en nýlega söfnuðust fjárhæðir til styrktar honum og náðist að fullu að dekka þann kostnað.

Páll er fram­halds­skóla­kenn­ari og blaðamaður að mennt, en hann stundaði nám í fag­inu frá skól­um í Nor­egi og Banda­ríkj­un­um. Hann ætl­ar að halda áfram að fjalla um málið, og tel­ur víst að gefn­ar verði út ákær­ur á hend­ur ein­hverra þeirra blaðamanna sem nú eru sak­born­ing­ar í rann­sókn lög­reglu.

Brot úr viðtalinu má sjá hér.

Skildu eftir skilaboð