Í nýlegu tísti kallaði eigandi Twitter, Elon Musk, eftir fyrir því að réttað yrði yfir Anthony Fauci sóttvarnalækni og fyrrum ráðgjafa Biden-stjórnarinnar í Covid faraldrinum.
Ummæli Musk þar voru svar við tísti fréttakonunnar Bridgitte Gabriel sem hljóðaði svona „Ertu sammála Rand Paul öldungadeildarþingmanni? Ætti Dr. Fauci að fara í fangelsi?“.
Musk svaraði Gabriels og skrifaði: „Vissulega réttarhöld“.
Rand Paul, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Kentucky, hefur ekki slegið slöku við í baráttu sinni gegn Anthony Fauci, sem stýrði sóttvarnarstofnuninni NIAID (National Institute of Allergy and Infectious Diseases) frá árinu 1984.
Í viðtali á Fox News hélt Paul áfram að krefjast þess að Fauci yrði dreginn til ábyrgðar fyrir meinta misnotkun sína á COVID-19 heimsfaraldrinum. Paul sagðist telja að viljaleysi Fauci til að viðurkenna ákveðna hluti varðandi heimsfaraldurinn og uppruna vírusins gæti komið honum í alvarlegan vanda.
„Já, ég held að Fauci sé ábyrgur og sagan mun dæma hann illa vegna þess að hann tók ákvörðun um að fjármagna þessar rannsóknir,“ sagði Paul. „Þetta eru hættulegar rannsóknir. Hann vill ekki kalla það virkniseflingu (e. gain of function), en flestir aðrir vísindamenn kalla það virkniseflingu, í Wuhan, í ógagnsæju alræðisríki. Og á endanum átti sér stað leki úr rannsóknarstofunni og milljónir manna dóu um allan heim.“
Paul sagði einnig að hann teldi að Fauci hafi stundum sagt ósatt í vitnisburði sínum fyrir þinginu og bætti við að „það væri glæpur sem refsað er fyrir með fimm ára fangelsi“ ef ákært er fyrir að ljúga undir eið.
Hér má sjá Twitter færsluna sem Musk skrifar undir:
Certainly trial
— Elon Musk (@elonmusk) April 23, 2023
One Comment on “Elon Musk vill að réttað verði yfir sóttvarnalækninum Anthony Fauci”
en ekki hvað ! Auðvitað á að sækja þessa menn til saka. Það verður bara aldrei gert :/