Samkvæmt nýlegri Twitter færslu frá sjónvarpsmanninum Don Lemon var honum tilkynnt af umboðsmanni sínum í morgun að hann væri rekinn frá sjónvarpsstöðinni CNN.
Þessar fréttir koma á sama degi, og nokkurn veginn sama tíma, og Tucker Carlson sagði skilið við Fox News.
Lemon segist gáttaður á því eftir 17 ár í starfi hafi enginn í stjórninni séð sóma sinn í því að tala við hann beint. „Aldrei var nokkuð sem gaf til kynna að ég myndi ekki halda áfram störfum...ljóst er að eitthvað annað og stærra er á bak við þessa ákvörðun“, sagði Lemon og kvaddi og þakkaði fyrir sig.
Auk þess var Jeff Shell yfirmaður hjá fréttastöðinni NBC vikið frá störfum gær vegna meints „óviðeigandi sambands“ við konu hjá fyrirtækinu.
Færsla Don Lemon:
CNN segir yfirlýsingu Don Lemon um atburði morgunsins ekki rétta. Honum bauðst tækifæri til að hitta stjórnendur en sendi í staðinn frá sér yfirlýsingu á Twitter,“ sagði CNN á Twitter.
Don Lemon’s statement about this morning’s events is inaccurate. He was offered an opportunity to meet with management but instead released a statement on Twitter.
— CNN Communications (@CNNPR) April 24, 2023
2 Comments on “Fréttamaðurinn Don Lemon rekinn frá CNN”
Hvað er eiginlega í gangi hjá fréttamiðlum út í hinum stóra heimi?
Fréttamenn með vott af sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun eru taldir óæskilegir.