Norska skotfimisambandið hefur tilkynnt að ein efnilegasta íþróttakona Noregs í skotfimi sé látin.
Julie Paulsen Johannessen, sem var aðeins 21 árs, fannst látin á herbergi sínu á heimavist í háskóla í Texas þar sem hún var við nám.
Framkvæmdastjóri norska skotfimisambandsins, Tor Idar Aune, tók fram að Julie hafi látist skyndilega og óvænt og ekki sé vitað um dánarorsök.
Julie hefur verið í norska skotfimisliðinu síðan 2019 og hefur tekið þátt í Evrópu-og heimsmeistarmóti fyrir hönd Noregs.
Hún varð Evrópumeistari unglinga í keppni með 50 metra loftriffli, komst á verðlaunapall á heimsmeistaramóti unglinga í 10 metra og 50 metra loftriffli, og setti á síðasta ári setti hún heimsmet unglinga í tvímenningi í 50 metrum.