Jerry Springer er látinn

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn. Springer var þekktur sem hinn látlausi og fjallaði hann oft á tíðum um stormasöm sambönd og fjölskyldudeilur í þáttum sínum. Springer var einnig borgarstjóri Cincinnati, Ohio á árunum 1977-1978. Hann lést á fimmtudag á heimili sínu í Chicago, 79 ára gamall.

Í yfirlýsingu segir að Springer hafi látist eftir stutt veikindi, það var fjölskylduvinurinn Jene Galvin, sem tilkynnti um andlátið en hann er einnig framleiðandi hlaðvarpsþátta Springer.

The Jerry Springer Show stóð í næstum þrjá áratugi og náði hámarki áhorfenda á tíunda áratugnum. Sama hvers konar drama hafði átt sér stað fyrir framan áhorfendur í stúdíóinu og áhorfendur sem horfðu að heiman, endaði Springer hvern þátt sinn á orðunum: “Take care of yourself, and each other“, eða farið vel með ykkur og hvert annað.

Skildu eftir skilaboð