Safn í Árósum í Danmörku sem upphaflega var byggt til að heiðra konur hefur verið endurnefnt í þeim tilgangi að „innibera öll kyn“. Í aðalsal safnsins stendur nú stytta af nöktum og skeggjuðum karlmanni með barn á brjósti.
Safnið sem áður hét Kvennasafnið heitir nú Kynjasafn Danmerkur. Þrátt fyrir að styttan hafi upphaflega verið hönnuð árið 2021 og verið umdeild í Danmörku, eru fréttir af styttunni nú að berast til annarra þjóða og hafa ratað á samfélagsmiðla.
Fyrir tveimur árum var listamaðurinn Aske Jonatan Kreilgaard beðinn um að hanna skúlptúr til heiðurs alþjóðlega karladeginum, 19. nóvember.
Safnið birti Facebook-færslu í nóvember 2021 á meðan á hönnun styttunnar stóð. Hún heitir Agape og á að vera blendingur hins karllæga og kvenlega.
Meira um málið má lesa hér.