Næstum tíu þúsund ljósmyndir úr hinni alræmdu fartölvu Hunter Biden, sonar Bandaríkjaforseta, hafa verið birtar á nýrri vefsíðu, BidenLaptopMedia.com (sem virðist þó liggja niðri eins og er). Myndirnar voru teknar á árunum 2008 til 2019.
Fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump í Hvíta húsinu virðist hafa eytt mánuðum í að skanna myndasafnið, eyða einhverjum myndum en birt afganginn.
„Það sem okkar vinna gengur aðallega út á... er sannleikur og gagnsæi,“ sagði Garrett Ziegler, sem stofnaði félagasamtökin Marco Polo, við fréttamiðilinn Fox News varðandi vefsíðuna.
Meðal þeirra mynda sem var eytt eru skjöl með persónu upplýsingum, svo sem tryggingaskjöl, banka- og kreditkortanúmer. Myndir af mágkonu Hunter, Hallie Biden, ekkju hins látna Beau Biden, eru einnig lokaðar almenningi. Margar myndir úr fartölvunni sýna Hunter fatalausan og með eiturlyfjaáhöld allt um kring.
Rannsókn á erlendum viðskiptum Hunter Biden og hugsanlegum skatta- og byssuglæpum, stendur enn yfir. Alríkissaksóknarar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir muni leggja fram ákæru á hendur Hunter fyrir meinta glæpi, þar á meðal skattsvik og lygar um eiturlyfjaneyslu hans í tengslum við byssukaup.
Þingrannsókn á erlendum viðskiptum Hunter stendur yfir af eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og hefur nefndin farið yfir bankagögn sem sýna fram á að forsetafjölskyldan hafi nýtt sér áhrif sín í viðskiptum.
One Comment on “Tíu þúsund myndir úr fartölvu Hunter Biden komnar á netið”
Siðferði Biden fjölskyldunnar í hnotskurn! Hvað með allar mútugreiðslurnar sem Biden fjölskyldan hefur þegið frá Kína og öðrum óvinveittum ríkjum? Það má ekki tala um það í vinstri-sinnuðum fjölmiðlum!