„Ég hef stórkostlegar áhyggjur af öllu þessu námskeiðahaldi þegar kemur að því að hefta umræðuna. Við nefndum hér dæmi um Covid og það má nefna dæmi af öðrum sviðum sem eru mjög stór, eins og réttindi einstaklinga, jafnrétti, persónufrelsi o.s.frv.“
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og formaður Miðflokksins, í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál.
Sigmundur nefnir dæmi frá nágrannalöndum okkar eins og Finnlandi þar sem fyrrverandi ráðherra þar í landi situr nú undir ákæru fyrir að hafa vitnað í Biblíuna. Einhverjir kvörtuðu undan því að ráðherrann væri að vísa í Biblíuna í opinberri ræðu og upplifðu það sem hatursorðræðu. Ráðherrann hefur nú þurft að ráða sér lögmann. Finnland er lútherskt ríki með kross í sínum fána, en nú er orðið hatursorðræða þar í landi að vísa í Biblíuna.
Sigmundur segir að sturluð og galin „woke-rugl hugmyndafræðin“ hafa tekið yfir. Hann nefnir dæmi frá því í gamla úr heimabæ hans Oxford í Bretlandi, hafi verið ráðist í mikla lögreglurannsókn eftir að einhver hafi tekið upp á því að líma litla límmiða á ljósastaura, þar sem kom ekkert annað fram en skilgreining Oxford háskólans á orðinu kona (e. adulthuman female) eða fullorðin kvenkyns manneskja. Þetta þótti einhverjum vera hatursorðræða og var uppspretta mikillar rannsóknar á hatursorðræðu. Af því einhver hafði upplifað að það væri móðgun við sig. Þannig að það sem orðabókin segir er skyndilega orðið að hatri og upplifun hvers og eins sé það sem gildi, en ekki það sem rökrétt er eða það sem orðabókin segir.
Sigmundur segir að nú sé breska námseftirlitið búið að gefa út fyrirmæli í kennslu í stærðfræði, og þar eigi að taka sérstakt tillit til fjölbreytileika og menningarlegs munar. Það á sem sagt að taka tillit til þess að menn geti haft ólíka skoðun á því hvað stærðfræði er, t.d. að sumir geti verið þeirrar skoðunar að 2+2 séu ekki endilega fjórir, vegna þess að það sé upplifun hvers og eins, og nú er ég ekki að grínast segir þingmaðurinn.
Hér er ríkisstjórn Íslands að setja fólk á skyldunámskeið í hugarfari og byrjuð að fela einhverjum aktivistum að kenna börnum niður í leikskólaaldur hvað sé rétt að hugsa og hvað ekki. Kennarar eiga að fara á námskeið um það hvað megi kenna, lögreglan á að fara á námskeið um hvað hún eigi að leggja til viðmiðunar í sínum störfum og það er búið til sérstakt kennsluefni fyrir dómara, þannig að þeir átti sig á því hvernig þeir eigi að dæma. „Maður hefði haldið að dómarar hefðu kannski það hlutverk að fylgja lögum eftir og að þau standist stjórnarskrá... nei þeir eiga að fá sérstakt kennsluefni, þannig ekki verður lengur dæmt eftir lögum, heldur eftir skoðunum aktivista og hreyfinga sem eru þóknanleg VG“, segir Sigmundur.
Þetta er ríkisstjórnin að fara setja í gegnum þingið núna og er á lokasprettinum með frumvarpið, segir þingmaðurinn og spyr sig fyrir hvern þessi ríkisstjórn sé að vinna, því allt sé stjórnlaust hér, hvert sem litið er.
Sigmundur nefnir að hælisleitandamál séu í meira rugli hér en í það minnsta um alla Evrópu, verðbólgan og vextir þarf ekki að nefna, ríkisfjármálin, mestu útgjöld allra tíma, í loftslagsmálum er bara elt Evrópusambandið, engin sjálfstæð hugsun þar, og það séu bara Brussel regluverkin sem gildi án nokkurrar umræðu.
Þáttinn í heild sinni má hlusta hér neðar:
One Comment on “Sigmundur segir woke-hugmyndafræðina umturna samfélögum”
Þetta er bara hárrétt hjá Simma..