‘Go woke, go broke’: Bud Light ekki lengur mest seldi bjórinn í Bandaríkjunum

frettinErlent, Woke3 Comments

Mexíkóski bjórinn Modelo Especial er nú mest seldi bjórinn í Ameríku síðustu vikurnar, samkvæmt dreifingaraðila þess. Sölutölur sýndu að Modelo Especial hafi selst betur en Bud Light, „konungur bjórsins,“ til margra ára.

Salan á  Modelo Especial í verslunum fór yfir 333 milljónir dala í síðasta mánuði, sem er 15,6 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Salan á Bud Light aftur á móti var 297 milljónir, sem er 22,8 prósent lækkun. Þetta kemur fram í Newsweek.

Neytendur tóku sig saman og sniðgengu Bud Light bjórinn eftir að söluaðili þess, Anheuser-Busch, ákvað að nota transkonu til að auglýsa bjórinn og salan hrundi, eða eins og miðillinn Not the Bee segir „Allt vegna þess að Bud Light ákvað að fara í samstarf við andlega vanheilan áhrifavald sem var að selja hættulega hugmyndafræði sem miðuð er að börnum og viðkvæmum hópum fólks.

Hér á má sjá auglýsingu frá Bud Light með transkonunni Dylan Mulvaney:

3 Comments on “‘Go woke, go broke’: Bud Light ekki lengur mest seldi bjórinn í Bandaríkjunum”

  1. Ekkert fyrirtæki sem hefur gerst „woke“ hefur nokkru sinni farið á hausinn, hvort sem það er Gillette, Disney, NFL, SAS osfrv. Anheuser-Busch og Bud Light munu heldur ekki fara á hausinn. „Go Woke, Go Broke“ er taugaveikluð mantra sem almenningur reynir að nota til að sefa sál sína andspænis óvini sem hann veit að hann getur ekki sigrað og er varnarlaus gagnvart. Þú getur ekki sigrað andlega spillingu með efnislegum aðferðum.

  2. Woke / broke ,,mantran“ er nú miklu heldur kaldhæðni en að nokkur búist við að fyrirtækin fari bókstaflega á hausinn.

  3. Broke þýðir nú heldur ekki beint gjaldþrot (bankruptcy), maður getur verið blankur án þess að vera gjaldþrota. En Target og Bud Light /Anheuser-Busch hafa tapað miklum viðskiptum, það er staðreynd. Bandaríkjamenn eru og hafa lengi verið duglegir að sniðganga vörur af ýmsum ástæðum.

Skildu eftir skilaboð