Forseti Kenýa, William Samoei Ruto, hefur hvatt Afríkuþjóðir til að hætta að nota Bandaríkjadal í viðskiptum innan heimsálfunnar. Í nýlegri ræðu á þinginu í Djíbútí benti Ruto á nauðsyn þess að hætta að treysta á Bandaríkjadal í viðskiptum milli Djíbútí og Kenýa.
Sem stendur þurfa kaupmenn í Djíbútí og Kenýa að eignast Bandaríkjadali til að geta átt í viðskiptum sína á milli. Ruto efaðist um nauðsyn þess að blanda bandaríska gjaldmiðlinum inn í viðskipti milli Afríkuríkjanna tveggja.
Ruto lagði áherslu á að afríski viðskiptabankinn Afreximbank hafi útbúið kerfi sem gerir viðskiptaaðilum í álfunni mögulegt að stunda viðskipti með gjaldmiðlum viðkomandi landa. Afreximbank auðveldar uppgjör viðskiptanna í gjaldmiðlum viðkomandi ríkja, sem gerir aðilum kleift að stunda viðskipti með einfaldari hætti. Forsetinn lýsti yfir stuðningi Kenýa við afríska greiðslu- og uppgjörskerfið, sem stjórnað er af Afreximbank.
Hér má heyra ræðu forsetans:
One Comment on “Forseti Kenýa hvetur Afríkuþjóðir til að hætta að nota Bandaríkjadal í viðskiptum”
Bandaríkjadalur mun falla fyrr eða síðar, spurningin er mun hann taka aðra gjalmiðla með sér í fallinu eða verður Bandaríkjadalur og þar með heimsmarkaðurinn endurstilltur með þriðju heimstyrjöldinni? Því miður þá er heimspólitíkin drifin áfram af markaðsöflum og stríðæsingi