Ekkert annað ríki farið að fordæmi Þórdísar og lokað sendiráði sínu í Moskvu

frettinErlent, Innlent2 Comments

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu frá og með 1. ágúst nk. og til samræmis við það að lágmarka starfsemi sendiráðs Rússlands hér á landi. Hluti af því er að hér verði ekki lengur rússneskur sendiherra.

Utanríkissráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, þakkaði Þórdísi fyrir lokunina og hvatti aðrar þjóðir til að fara að fordæmi hennar. Enn sem komið er hefur þó ekkert annað ríki tekið ákvörðun um að loka sendiráðum sínum í Moskvu, samkvæmt svörum frá rússneska sendiráðinu hér á landi í morgun.

Hér má lesa þakkar- og hvatningarorð Kuleba frá 9. júní sl.

2 Comments on “Ekkert annað ríki farið að fordæmi Þórdísar og lokað sendiráði sínu í Moskvu”

  1. Þetta apparat verður aldrei formaður XD.. Viðrar við pólitísku sjálfsmorði.. þegar sjávarútvegurinn tapar peningum þá verður lítið um fyrirgefningu. Hún fær kannski starf í Bónus! Veruleika fyrrt manneskja.

  2. Trausti, ég myndi segja að heimska og athyglissýki sé meira vandamál enn veruleikafyrring, of fáar heilasellur til að valda þessu starfi, landlægt vandamál á alþingi íslendinga, það ætti að stefna öllu þessu liði fyrir súrefnisþjófnað!

Skildu eftir skilaboð