Fullveldisrétti fórnað á altari alþjóðavæðingar og meintrar „samstöðu“ og „alþjóðasamvinnu“

frettinFullveldi, InnlentLeave a Comment

Kári skrifar:

Á meðfylgjandi glærum er stutt yfirlit yfir fullveldismálin og almannarétt. Þær sýna þróunina í átt að stórlega skertu tjáningarfrelsi og vaxandi fullveldisafsali.

Það er varla ofmælt að segja að víða sé þrengt að rétti almennings sem t.d. má sjá á verkum Alþingis og snerta meinta „hatursorðræðu“. Hugsana- og tjáningarfrelsi er þó varið í íslensku stjórnarskránni, nánar tiltekið í 73. gr. hennar. En um leið og þrengt er að rétti almennings til tjáningar og sjálfsákvörðunar er einnig þrengt að þjóðríkinu. Fullveldisrétti er fórnað á altari alþjóðavæðingar og meintrar „samstöðu“ og „alþjóðasamvinnu“.

Sjaldnast er þó skilgreint hvað þetta felur í sér. Fullveldi hefst í hugum og hugsun manna; í viljanum til þess að ráða eigin lífi og gerðum. Orkumálin eru ein birtingarmynd á valdaafsali. Yfirstjórn og stýring orkumálanna var færð úr landi með innleiðingu orkupakka þrjú og færð undir evrópska stofnun: ACER. Er þá orðið stutt í framkvæmdastjórn ESB, enda þótt Ísland eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Lýðræðið er aftengt og almenningur ekki spurður álits. Er ekki kominn tími til þess að dusta rykið af bók Robert Dahl frá 1961; Who Governs?: Democracy and Power in an American City. Það væri ágæt byrjun á umræðu um vald og birtingu þess á Íslandi. Þeir sem vilja kafa dýpra og lengra geta t.d. lesið Ríkið eftir gríska heimspekinginn Platon.

Hér eru glærurnar sem sýna þessa þróun.

Skildu eftir skilaboð