Fjölskylda George Watts, Jr., 24 ára karlmanns sem lést úr hjartavöðvabólgu af völdum COVID-19 bóluefnis, hefur höfðað mál gegn varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (DOD), sem var framkvæmdaraðili Operation Warp Speed aðgerðarinnar á þeim tíma sem Watts fékk tvo skammta af Pfizer sprautuefni. Tengill á stefnuna er hér.
Lögmaðurinn Ray Flores, höfðaði málið fyrir héraðsdómi D.C. í Bandaríkjunum gegn varnarmálaráðuneytinu og Lloyd Austin III varnarmálaráðherra.
Í málsókninni er því haldið fram að varnarmálaráðuneytið hafi stundað „vísvitandi misferli“ með því að halda áfram að leyfa eingöngu dreifingu á birgðum Pfizer-BioNTech bóluefnisins sem hafði fengið neyðarleyfi (EUA), jafnvel eftir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hafði veitt fullt samþykki á öðru bóluefni, Comirnaty.
Í dómsskjölum segir að varnarmálaráðuneytið hafi stundað „beita og skipta“ svindl (e.‘bait and switch’ fraud),“ og afvegaleitt almenning varðandi það að „samþykki“ á Comirnaty bóluefninu þýddi að bóluefnið sem var með samþykki fyrir neyðarleyfi (EUA) væri það sama og væri þar með „öruggt og áhrifaríkt“.
Mikill meirihluti almennings, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk í dag, skilur ekki muninn á þessu tvennu og veit ekki að sprauturnar sem gefnar eru almenningi eru enn þær sem eru á neyðarleyfinu (EUA). Ekkert af samþykktu útgáfunum hafa farið í dreifingu í Bandaríkjunum. Eins gera mjög fáir sér grein fyrir því að bæði neyðarleyfið (EUA) og BLA (Between Vaccine Approval) útgáfurnar eru „mótvægisaðgerðir“ (countermeasures).
Bandaríska varnarmálaráðuneytið gerði þetta þrátt fyrir að vera fullkomlega meðvitað um að lyf sem hafa fengið leyfi til neyðarnotkunar (EUA) mega lögum samkvæmt ekki vera markaðssett sem „örugg og áhrifarík“ vegna þess að FDA staðallinn fyrir EUA þýðir að lyf „gætu verið áhrifarík.“
Af þessari ástæðu er því haldið fram í málssókninni að George Watts Jr. hafi verið afvegaleiddur til að taka tilraunabóluefnið sem leiddi til dauða hans af völdum hjartavöðvabólgu.
Fjölskylda fórnarlambsins fór í gegnum „rétt“ ferli. Hún sótti um bætur úr bótasjóði fyrir mótvægisaðgerðir (Countermeasures compensation fund) en fékk ekki svar. Hingað til hefur sjóðurinn greitt út heilar átta þúsund Bandaríkjadollara í þremur skaðabótamálum. Það er niðurstaða krufningar að hinn 24 ára gamli Watts hafi sannarlega dáið af sprautuefninu.
„Ástæðurnar fyrir því að ég tel þetta vera mjög mikilvægt mál“, segir Sasha Latypova, sem hefur rannsakað þessi mál mjög ítarlega og hefur sýnt fram á það svart á hvítu að „bóluefnin“ eru hernaðaraðgerð, þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið er yfir framkvæmdinni, en ekki sjálf lyfjafyrirtækin.
Latypova segir að réttum aðilum sé stefnt í málinu. „Loksins málsókn sem fer ekki á eftir Pfizer, heldur beint í höfuðið á skrímslinu.“Varnarmálaráðuneytið og Lloyd Austin (og einnig General Perna sem var formlega forstjóri Operation Wrap Speed) skipuðu lyfjafyrirtækjunum að framleiða vopn, hvort sem að stjórnendur fyrirtækjanna og undirmenn höfðu skilning á því eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fengu fyrirmæli samkvæmt alríkislögum um framleiðslu á varningi, Defense Production Act um að framleiða „bóluefnin.“
Varnarmálaráðuneytið ber ábyrgð á verkefninu og hinu fullkomna hirðuleysi gagnvart öryggi efnanna og hunsaði jafnframt hefðbundnar reglur um lyf og neytendavernd. Auk þess sem ráðuneytið notaði hermenn og óbreytta borgara, þar á meðal barnshafandi konur og börn, sem tilraunarottur.
Þeir söfnuðu líka vísvitandi lífefnafræðilegu eitri og dreifðu því, eftir að hafa fengið vitneskju um fordæmalaus dauðsföll og skaða af völdum efnanna, og hafa logið stanslaust að almenningi, fram til þessa dags. Í málsókninni eru þessir þættir ekki allir tilgreindir, en stefnan tekur á öllum þeim þáttum þar sem ofangreind atriði geta komið fram í dagsljósið.
Stefnan er mjög vel reifuð, þannig að svör varnarmálaráðuneytisins þurfa að taka á tvíþættri spurningu: hvort eru þetta vopn eða lyf? Og hvert var nákvæmlega hlutverk varnarmálaráðuneytisins og hvenær er hægt að grípa til DPA laganna (Defense Production Act)? Verður ráðuneytið að lokum að viðurkenna að Trump hafi heimilað stríðsástand í Bandaríkjunum með yfirlýsingu um neyðarástand, PHE (Public Health Emergency) í mars 2020, og þar af leiðandi notkun lífefnavopna gegn bandarískum borgurum?
Hvað með Ísland og Evrópu?
Fréttin sendi fyrirspurn á Söshu og spurði hana hvort Comirnaty útgáfan af bóluefninu hafi verið notuð í Evrópu. Hún svaraði því „að utan Bandaríkjanna hafi Comirnaty verið fáanlegt, vegna þess að bandaríska ríkisstjórnin (í gegnum Pfizer) neyddi ESB-aðildarríkin til að skrifa undir samninga þar sem þau afsala sér öllum rétti til að gera kröfu um tjónabætur á Pfizer og veðsettu ríkiseignir ef til þess kæmi að borgarar þeirra skyldu höfða skaðabótamál gegn Pfizer sem bæri árangur. Þetta eru samningarnir sem Ursula von der Leyen samdi um í textaskilaboðum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer,“ sagði Sasha.
„Þannig að Evrópa þurfti ekki að vera með sama bait and switch svindlið eins og gert var með EUA (Emergency Use Authorization) útgáfuna í Bandaríkjunum. Hins vegar eru báðar útgáfurnar eitur. Í þessari málsókn gegn bandaríska varnarmálaráðuneytinu er tækifærið nýtt til að fullyrða að þetta hafi verið svik (sem það var ofan á öll önnur svik sem hafa komið upp),“ sagði Sasha.
Hver er Sasha Latypova?
Sasha er fædd og uppalin í Úkraínu en fluttist rúmlega tvítug til Bandaríkjanna. Hún er með yfir 25 ára reynslu í framkvæmd klínískra rannsókna, þróun tæknilausna fyrir klínískar rannsóknir og að koma lyfjum og lækningatækjum í gegnum leyfisveitingaferli. Sasha hefur átt og sjórnað nokkrum rannsóknafyrirtækjum og unnið fyrir meira en 60 lyfjafyrirtæki út um allan heim. Hún hefur unnið með FDA sem hluti af vísindaráði lyfjaiðnaðarins til að bæta hjartaöryggismat í klínískum rannsóknum.