Viljum við kínversk mannfrelsishöft?

frettinInnlent, WHO, Þorgeir Eyjólfsson1 Comment

Eftir Þor­geir Eyj­ólfs­son:

Ámæl­is­vert er sinnu­leysi þing­manna um heil­brigði lands­manna. Þeir ómaka sig ekki í ræðustól með fyr­ir­spurn til ráðherra um ástæður dauðsfalla.

Um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á regl­um Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) eru í und­ir­bún­ingi en stefnt er að staðfest­ingu end­ur­skoðaðra reglna ásamt nýju far­ald­urs­reglu­verki á þingi sam­tak­anna í maí 2024. Regl­urn­ar eru bind­andi fyr­ir aðild­arþjóðir WHO.

Breyt­ing­ar á regl­um WHO þurfa ein­ung­is meiri­hluta at­kvæða aðild­arþjóða sam­tak­anna. Það sem fæst­ir vita er að í regl­um WHO er sér­stak­lega kveðið á um að breyt­ing­ar á regl­un­um (IHR 2005) þarfn­ist ekki samþykk­is á þjóðþing­um aðild­ar­land­anna eða stofn­ana þeirra.

Reglu­drög­in gera ráð fyr­ir framsali aðild­arþjóðanna til WHO á far­ald­ursákvörðunum í stóru sem smáu. Þannig munu sam­tök­in öðlast vald til að ákveða inni­lok­an­ir og grímu­skyldu svo dæmi sé tekið. Ný­leg­ar frétt­ir greina frá sam­komu­lagi WHO við ESB um kaup á ra­f­rænu vott­un­ar­kerfi sam­bands­ins um bólu­setn­ing­ar til nota á heimsvísu.

Að WHO öðlist aðild að ákvörðunum varðandi ferðaf­relsi þarf sér­staka skoðun. Það er frá­leitt að sam­tök­in geti gert kröfu til ein­stak­lings, sem þarf að ferðast milli landa eða jafn­vel inn­an­lands, um til­tekn­ar bólu­setn­ing­ar með óreynd­um efn­um sem kunna að reyn­ast skaðleg eins og flest­um er í fersku minni eft­ir reynsl­una af mRNA covid-bólu­efn­un­um. Hætt er við að fyrsta tæki­færi verði notað til þess að út­víkka miðlægt ra­f­rænt vott­orð um bólu­setn­ing­ar þannig að þving­un­ar- og drottn­un­ar­vald raun­ger­ist yfir þegn­um þjóða með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um til dag­legra at­hafna líkt og kín­verska þjóðin þekk­ir á eig­in hög­um.

Ekki hef­ur orðið vart umræðu hér­lend­is um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar og hvort hyggi­legt sé að sótt­varn­aráðstaf­an­ir á eyju í miðju ball­ar­hafi verði þær sömu og ráðstaf­an­ir í landl­uktu ríki í Evr­ópu svo dæmi sé tekið. Að sjálf­sögðu er ekki hægt að gera þá kröfu til lands­manna að ræða um breyt­ing­ar á reglu­verki WHO sem fæst­ir vita að eru í far­vatn­inu. En þá kröfu má gera til okk­ar helstu fjöl­miðla og þing­manna. Að óbreyttu sýn­ist stefna í að heil­brigðisráðherra skuld­bindi Ísland til aðild­ar að breytt­um regl­um án umræðu á Alþingi.

Ámæl­is­vert er sinnu­leysi þing­manna um heil­brigði lands­manna. Þeir ómaka sig ekki í ræðustól með fyr­ir­spurn til heil­brigðisráðherra um ástæður um­framdauðsfalla á Íslandi, sem eru með þeim mestu í Evr­ópu, eða óska skýr­inga ráðherra á greini­legu or­saka­sam­bandi bólu­setn­inga með mRNA bólu­efn­un­um og fjölda dauðsfalla. Þing­menn forðast að spyrja heil­brigðisráðherra hvernig hann rök­styður fram­hald bólu­setn­inga eldri borg­ara þvert á niður­stöður rann­sókna sem birt­ar hafa verið í virt­um vís­inda­rit­um sem hver af ann­arri sýna fram á skaðsemi bólu­efn­anna. Ljóðlína úr Íslandi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar leit­ar á hug­ann: "Nú er hún Snorra­búð stekk­ur.”

Höf­und­ur er eft­ir­launaþegi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. júní 2023.

One Comment on “Viljum við kínversk mannfrelsishöft?”

  1. Ágætis grein þegar kemur að sannleikanum um öfgastýringu allt þar til þú ferð að gera samlíkingu með aðferðunum og líkja því við það sem þú telur að sé aðeins gert í kína?

    Ætli það sé ekki betri samlíking með þessari aðferðafræði og vestrænu Íslenskt-Bandarísku lýðræði sem gengu akkurat út á þessar aðferðir og svo úthrópum alla aðra einræðisherra sem eru ekki að gera eins og við. Það er það sem kallað er VESTRÆNT LÝÐRÆÐI!

Skildu eftir skilaboð